Fréttayfirlit

Sveitarstjórn auglýsir til leigu tún að Þormóðsstöðum í Sölvadal

Um er að ræða um það bil 27 hektara af túnum sem sveitarfélagið hyggst leigja út í sumar. Kallað er eftir hugmyndum þeirra sem hug hafa á nýtingu túnanna.
13.03.2025
Fréttir

Grenndarstöð opnuð í Hrafnagilshverfi

Grenndarstöð hefur nú verið komið fyrir við leikskólann Krummakot þar sem hægt er að losa sig við nokkra endurvinnsluflokka.
12.03.2025
Fréttir

Fundarboð 651. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 651. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. mars 2025 og hefst kl. 08:00.
11.03.2025
Fréttir

Öskudagurinn 5. mars 2025

Allskonar kynjaverur litu við í morgun á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og sungu fyrir smápoka að launum, allt frá gulur, rauður, grænn og blár og upp í þjóðsönginn. Augljóst er að það er ekki verið að ráðast á garðann þar sem hann er lægstur ;-) Þökkum kærlega fyrir komuna og skemmtunina :-) Bestu kveðjur frá starfsfólki skrifstofunnar og skipulags-& byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.
05.03.2025
Fréttir

Félagsmiðstöðin Hyldýpi keppir í Stíl

Blað var brotið í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis um helgina þegar lið frá Hyldýpi tók í fyrsta skiptið þátt í Stíl, sem er hönnunarkeppni Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.
03.03.2025
Fréttir

Ungmennafélagið Samherjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% stöðu

Framkvæmdastjóri vinnur eftir ákvörðun stjórnar Umf. Samherja hverju sinni og kemur þeim verkefnum sem stjórn samþykkir í framkvæmd. Hann hefur jafnframt yfirumsjón með starfi félagsins. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að gerast aðalþjálfari í einum eða fleiri flokkum í starfinu. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.samherjar.is en einnig er hægt að hafa samband við Svanhildi Ósk Ketilsdóttur, formann Umf. Samherja, í síma 864-3085 á milli kl. 10:00-13:00 á daginn fyrir nánari upplýsingar. Umsóknir sendist á netfangið samherjar@samherjar.is - Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
25.02.2025
Fréttir

Fundarboð 649. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 649. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 og hefst kl. 08:00.
24.02.2025
Fréttir

Bókasafnið er lokað vegna vetrarleyfis 5.-7. mars

Bókasafnið er lokað vegna vetrarleyfis: miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn 5.-7. mars. Safnið opnar aftur þriðjudaginn 11. mars og þá er opið eins og venjulega: Þriðjudaga kl. 14.00-17.00 Miðvikudaga kl. 14.00-17.00 Fimmtudaga kl. 14.00-18.00 Föstudaga kl. 14.00-16.00
21.02.2025
Fréttir

Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls

Tilboð óskast í hirðingu kirkjugarðanna sumarið 2025. Í því felst að slá eftir þörfum (allt að 6 sinnum á sumri) og fjarlægja gras úr kirkjugörðunum á Grund, í Saurbæ, í Hólum, á Möðruvöllum, á Munkaþverá og í Kaupangi. Auk þessa sláttur undan girðingu og í næsta umhverfi 1-2 sinnum á sumri. Tilboð skulu berast fyrir 1. mars n.k. á netfangið hjorthar@mi.is  Nánari upplýsingar veitir Hjörtur í síma 894-0283. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls.
17.02.2025
Fréttir

HMS kortleggur eignarhald og afmörkun jarða

Húsnæðis og Mannvirkjastofnun (HMS) vinnur að því að leggja fram hintsetta landeignaskrá með tilvísun í þinglýst eignarhald og raunverulega eigendur ef um lögaðila er að ræða. Verkefnið er nú komið vel á veg og hafa eignamörk um 1.720 jarða á Norðurlandi verið áætluð og bréf þess efnis sent á um 3.900 landeigendur. Þessir aðilar geta nú kynnt sér áætlunina í vefsjá landeignaskrár og hafa svo sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.
12.02.2025
Fréttir