Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,6 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem skógræktarsvæði og opið svæði OP5, en verður skv. skipulagstillögu skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Ráðgert er að á svæðinu rísi baðstaður alls um 1200 fm að stærð með vegghæð að hámarki 6,5 m. Þar að auki er gert ráð fyrir um 500 fm baðlaugum utandyra, aðstöðu fyrir gufubað auk bílastæðis og aðkomuvegar.
Skipulagstillagan mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 26. febrúar og 9. apríl 2021 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til föstudagsins 9. apríl 2021. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Breyting á aðalskipulagi: Ytri-Varðgjá

Greinargerð deiliskipulags Ytri-Varðgjá

Uppdráttur Ytri-Varðgjá

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi