Fréttayfirlit

Efnistökusvæði í landi Munkaþverár – tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 10. júní 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir efnistökusvæði í landi Munkaþverár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 24. júní 2015 til og með 5. ágúst 2015.
24.06.2015

100 ára kosningaafmæli kvenna 19. júní

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi þann 27. maí að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins frí eftir hádegi þann 19. júní til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þegar þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Sveitarstjóri
16.06.2015

Fundarboð 466. fundar sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn föstudaginn 12. júní í fundarstofu 1, Skólatröð 9, kl. 20:00
12.06.2015

FUNDARBOÐ 465. fundar sveitarstjórnar

465. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. júní 2015 og hefst kl. 15:00
08.06.2015

Kvennahlaup laugardaginn 13. júní

Hið árlega kvennahlaup verður haldið 13. júní. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar og boðið verður upp á að hlaupa tvær vegalengdir, 2,5 km og 5 km. Skráning hefst kl.10.30 og hlaup kl.11.00. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir börn. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur.
05.06.2015

Ályktun íbúafundar vegna lagningu ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit

Opinn íbúafundur var haldinn í Laugarborg þriðjudagskvöldið 26. maí þar sem samningur við Tengir hf. um uppbyggingu ljósleiðaranetsins var kynntur. Mikil ánægja kom fram varðandi þessa framkæmd. Á fundinum kom fram að Síminn mun ekki geta boðið upp á dreifingu sjónvarpsefnis í gegnum ljósleiðarann nema að settur verði upp sérstakur endabúnaður. Fundurinn skoraði á Símann að beita sér fyrir því að strax í sumar verði settur upp nauðsynlegur búnaður svo íbúar sveitarfélagsins geti tekið við sjónvarpsefni Símans líkt og frá öðrum dreifingaraðilum sjónvarpsefnis. Sveitarstjórn tekur undir þessa áskorun íbúafundarins og skorar á þá sem málið varðar að bregðast strax við.
02.06.2015

Deiliskipulag efnistökusvæðis í landi Hvamms, Eyjafjarðarsveit - Skipulags- og matslýsing

Unnið er að gerð deiliskipulags efnistökusvæðis í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Skipulags- og matslýsing mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní 2015 til og með 18. júní 2015. Tillagan er einnig aðgengileg hér. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið omar@landslag.is í síðasta lagi 18. júní 2015. Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
01.06.2015

Syðra-Laugaland efra – tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 27. maí 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðra-Laugalands efra skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 8 smáhýsum til gistingar fyrir ferðamenn auk veitingastaðar og íbúðar sem er fyrir í núverandi húsi. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní 2015 til og með 15. júlí 2015. Tillagan er einnig aðgengileg hér. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 15. júlí 2015. Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
01.06.2015