Hollvinasamtök SAK færðu Kristnesspítala veglega gjöf
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu Kristnesspítala veglega gjöf þann 30.júní síðastliðinn. Um er að ræða 9 fullkomna flatskjái sem settir verða upp á setustofum spítalans sem og inn á nokkur herbergi.
Eining-Iðja og Félag málmiðnaðarmanna styrktu verkefnið veglega og einnig útvegaði Ormsson tækin með góðum afslætti og studdu þannig við verkefnið. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Það er einlæg von stjórnar Hollvinasamtakanna að gjöfin nýtist skjólstæðingum spítalans sem allra best.
01.07.2016