Fréttayfirlit

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar opnar aftur

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður opnuð aftur mánudaginn 4.maí eftir lokun í samkomubanni. Opið er frá 10-14 alla virka daga.
30.04.2020
Fréttir

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla – Umsóknarfrestur til og með 9. maí

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 605 Akureyri.
27.04.2020
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2020

Dagana 4. – 8. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2014) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100. Skólastjóri
27.04.2020
Fréttir

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
22.04.2020
Fréttir

Gleðilegt sumar

Nú er snjórinn óðum að hverfa í sveitinni og þá kemur gjarnan í ljós ýmislegt rusl í vegköntum, rúlluplast á girðingum og kerfill hér og þar. Umhverfisnefndin vill hvetja íbúa til að tína rusl og stinga upp illgresi í kringum sig. T.d. er kjörið að nýta „Dag umhverfisins“, laugardaginn 25. apríl, til útveru og tiltektar en þá er jafnframt „Stóri Plokkdagurinn“ sem er landsátak í ruslatínslu. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar
22.04.2020
Fréttir

Laus staða við Hrafnagilsskóla

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu.
08.04.2020
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar lokað vegna Covid-19

Bókasafnið er því miður lokað og verður áfram meðan samkomubann er í gildi. Upplýsingar um opnun munu birtast á heimasíðu sveitarfélagsins og í auglýsingablaðinu.
07.04.2020
Fréttir

Kæru sveitungar

Við viljum byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur og sett dósir og flöskur í þar til gerðan gám á gámasvæðinu norðan Hrafnagilsskóla. Þessir peningar koma sér vel og fara allir í ferðasjóðinn okkar. Okkur langar að biðja fólk um að passa að ekki sé rusl í flöskupokunum sem fara í gáminn og að dósirnar séu ekki beyglaðar saman. Foreldrar okkar hafa lent í vandræðum í Endurvinnslunni út af þessu. Við sendum ykkur óskir um gleðilega páska, nemendur í 10. bekk.
07.04.2020
Fréttir