Fréttayfirlit

Ath. breyttur skilafrestur auglýsinga í næstu tvö blöð

Næstu tvö auglýsingablöð verða miðvikudaginn 2. maí og þriðjudaginn 8. maí. Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl. 10:00 sem hér segir: Mánudaginn 30. apríl fyrir blaðið sem dreift verður 2. maí. Mánudaginn 7. maí fyrir blaðið sem dreift verður 8. maí. Vinsamlega sendið auglýsingar á esveit@esveit.is.
25.04.2018

Uppfært 24.4.18: Námskeiðunum hefur verið frestað!

Uppfært 24.4.18: Námskeiðunum hefur verið frestað!
20.04.2018

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2018 - móttaka framboðslista

Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 efri hæð laugardaginn 5. maí 2018 milli kl. 10:00 og 12:00. Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is.
18.04.2018

Eyfirski safnadagurinn 19. apríl

Eyfirski safnadagurinn er haldin hátíðlegur ár hvert á sumardaginn fyrsta sem í ár er 19. apríl. Þemað í ár er "Börn og íslenski fáninn". Öll söfnin gera eitthvað í tengslum við þemað. Opið er milli 13:00-17:00. Frítt er inn á söfnin sem taka þátt.
17.04.2018

Íslandsmót unglinga í borðtennis

Íslandsmót unglinga í borðtennis var haldið síðastliðna helgi í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Keppendur voru rúmlega 80 og gisti um helmingur þeirra í Hrafngilsskóla. Umf. Samherjar voru með 14 keppendur á mótinu. Mótið gekk vel og var mikil ánægja með umgjörð og utanumhald þess.
16.04.2018

Dagur byggingariðnaðarins

Dagur byggingariðnaðarins var haldinn í Hofi sl. laugardag. Þar var embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar með kynningarbás. Aðilar frá sveitarfélögunum fjórum sem að baki því standa, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi og Hörgársveit, kynntu sveitarfélögin, skipulagsmál o.fl. málefninu tengt.
16.04.2018

Fundarboð 514. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

514. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 12. apríl 2018 og hefst kl. 15:00
10.04.2018