Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir öflugum aðila í starf sveitarstjóra

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir öflugum aðila í starf sveitarstjóra. Upplýsingar um starfssvið, menntunar- og hæfniskröfur má sjá hér fyrir neðan. Umsóknarfresturinn er til og með 7. júlí n.k. og eru umsækjendur beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is
20.06.2014

Fíflahátíð Lamb Inn Öngulsstöðum 21. júní

Glæsileg dagskrá á Fíflahátíðin á Lamb inn Öngulstöðum næstu helgi. Þar má nefna "Haushlaup", söngkeppni barna, froðubolti, tískusýningu, uppskriftakeppni, skottsölu, vörukynningu, tónleika og veitingar. Sjá nánari dagskrá hér fyrir neðan.
18.06.2014

Gildistaka deiliskipulags Þverárnámu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum 30. apríl 2014 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Þverárnámu. Efnisnáman er á áreyrum Þverár ytri og hefur farið í umhverfismat. Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi
16.06.2014

Breytingar á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum 11. september 2013 samþykkt breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis VI. Breytingin felst í að breyta 5 einbýlishúsalóðum á syðsta hluta hverfisins í eina lóð með 5 íbúðum í raðhúsi og tvær lóðir með þrjár parhúsaíbúðir hvor lóð. Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
16.06.2014

Fundarboð 450. fundar sveitarstjórnar

450. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. júní 2014 og hefst kl. 16:00
16.06.2014

Kvennahlaup í Eyjafjarðarsveit

Kvennahlaupið var haldið í blíðskaparveðri sl. laugardag. Um 40 hlauparar á öllum aldri tóku þátt sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Eftir hlaupið var haldin létt og skemmtileg fjölskylduskemmtun sem Íþrótta- og tómstundanefnd stóð að með aðstoð hestamannafélasins Funa og björgunarsveitarinnar Dalbjargar. Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg fyrir aðstoðina.
16.06.2014

Land fyrir stafni! & Með augum fortíðar - Nýjar sýningar á Minjasafninu á Akureyri

Land fyrir stafni! nefnist ný sýning á fágætum Íslandskortum. Sýningin samanstendur af einstökum landakortum frá 1547-1808 en kortin eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxboek til íbúa Akureyrar. Með augum fortíðar. Hörður Geirsson myndað Akureyri með tækni 19. aldar. Á sýningunni gefur að líta myndir sem Hörður hefur tekið af stundarkornum viða um Akureyri og í sumar bætast við nýjar myndir frá nýjum sjónarhornum og gefst í leiðinni tækifæri að fylgjast með ljósmyndaranum að verki.
10.06.2014

Kosningaúrslit í Eyjafjarðarsveit

Við sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 voru 730 á kjörskrá í Eyjafjarðarsveit, 369 karlar og 361 kona. Á kjörstað greiddu atkvæði 514 og 37 utankjörstaðaatkvæði bárust, samtals 551 atkvæði, 282 karlar greiddu atkvæði og 269 konur. Auðir seðlar voru 11 en enginn ógildur.
03.06.2014

Ort í tilefni kosninga

Okkur barst þessi skemmtilega vísa í tilefni kosninganna. Til að gæta fyllsta hlutleysis birtum við þetta ekki fyrr en að loknum kosningum.
02.06.2014