Fréttayfirlit

Gatnagerðargjöld - afsláttur


Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar til umsóknar 9 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð og 4 lóðir á einni eða tveim hæðum. Skipulagssvæðið liggur norðan Hrafnagilsskóla og austan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Gatnagerðargjald fyrir einbýlishús var kr. 4.970.385 en verður kr. 2.485.193- að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
LESA MEIRA
17.05.2010

Eyvindarstaðahlaupið 2010


Eyvindarstaðahlaupið verður nú hlaupið í 3. skipti og það hefur lukkast afar undanfarin 2 ár. Hópurinn sem tekur þátt fer stækkandi og eru þátttakendur ýmist að hlaupa og/eða hjóla. Hlaupið fer fram á morgun, laugardaginn 15.maí.
14.05.2010

Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Smámunasafnið opnar 15. maí og verður opið alla daga til 15. september milli kl. 13 og 18. Ný lítil sýning verður í kaffistofunni á munum í eigu Ingibjargar í Gnúpufelli. Kaffi, vöfflur og ís eins og venjulega, í gallerýi eyfirskt handverk og antik munir úr ýmsum áttum.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins.
Fylgist með á heimasíðu safnsins: http://smamunasafnid.is/
14.05.2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010 fara fram laugardaginn 29. maí n.k. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s. l. laugardag 8. maí.
Í Eyjafjarðarsveit verða 2 listar í framboði, F-listinn og H-listinn. Skipan frambjóðenda  á listunum má sjá í tenglum hér að neðan.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Eyjafjarðarsvæðið fer að vanda fram hjá Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, sími 464 6900.

Framboðslistar í Eyjafjarðarsveit 2010:

F-listi

H-listi

11.05.2010

Fréttatilkynning frá F-listanum

F-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnarkosninga 2010

Í framboði fyrir F-listann er hópur einstaklinga með breiðan og ólíkan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna af metnaði og ábyrgð í þágu sveitarfélagsins.
05.05.2010