Fréttayfirlit

Guðmundur ráðinn sveitarstjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðmundar Jóhannssonar í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Guðmundur er Akureyringur kvæntur Evu Þórunni Ingólfsdóttur og eiga þau fjögur börn. Gert er ráð fyrir að Guðmundur taki til starfa í maí.
01.04.2008

Æfingaferð á Flateyjardalsheiði

Föstudaginn 28 mars lögðum við upp í Hjálparsveitarferð út á Flateyjardalsheiði.  Ferðinni var heitið inn í Heiðarhús, sem er gangnamannaskáli útá Flateyjardal.
Við hittumst að venju við Leiru þar sem við komum okkur í bíla og gerðum allt klárt.  Við vorum tólf talsins á báðum bílunum okkar, með báða sleðana og gamla snjóbílinn okkar Bangsa, auk einkasleða og fjórhjóls.  Þrír menn frá Týr á Svalbarðseyri slógust í för með okkur á sínum jeppa og tók Máni(risaeðlan) með sér trailerinn sinn(Arctic cat)J

Lesa frétt

31.03.2008

Frábær árangur

rumenia_035_120 Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí er að spila á HM í Rúmeníu dagana 23.-29. mars.Í landsliðinu eru fjórir spilarar úr Eyjafjarðarsveit og einnig er aðstoðarþjálfarinn héðan.
27.03.2008

Dalbjargarferð

Nú ætlum við að fara með tækin okkar út á Flateyjardal um næstu helgi. Hugmyndin er að leggja af stað frá Akureyri kl 18 og keyra austur í Dalsmynni að Þverá. Þar keyrum við síðan yfir Flateyjardalsheiði að Heiðarhúsum, þar sem við grillum pylsur og gistum.

Lesa meira

26.03.2008

Umsóknir um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar

33 umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, en umsóknarfrestur rann út 15. mars s. l. Reiknað er með að gengið verði frá ráðningu fljótlega.

26.03.2008

Sól, sól og aftur sól á fjöllum

Helgina 14-16 mars var hálendisferð farin á vegum Hjálparsveitarinnar Dalbjargar. Hittingur var á Leirunni kl 17 og var haldið af stað hálftíma síðar eftir að menn voru búnir að samstilla sig og koma sér fyrir í bílunum. Alls vorum við níu Dalbjargarmeðlimir á þremur bílum og  tveir meðlimir úr Björgunarsveitinni Týr á Svalbarðsströnd á sínum bíl, auk tveggja manna á einkabíl.  Ferðinni var heitið í Laugarfell

Lesa frétt
18.03.2008

Páskaopnun Sundlaugar Hrafnagilsskóla.

Opnunartími Sundlaugar Hrafnagilsskóla nú um páskana 2008 er eftirfarandi:

Þriðjudaginn 18. mars: 6:30-8:00 og 17:00-22:00

Miðvikudaginn 19. mars: 6:30-8:00 og 17:00-22:00

Fimmtudaginn 20. mars (skírdagur): 6:30-8:00 og 17:00-21:30

Föstudaginn 21. mars (föstudagurinn langi): 10:00-14:00

Laugardaginn 22. mars: 10:00-17:00

Sunnudaginn 23. mars (páskadagur): LOKAÐ

Mánudaginn 24. mars (annar í páskum): 10:00-14:00

18.03.2008

Smámunasafn Sverris Hermannsson

dsc00200_120 Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Sólgarði er opið um páskana. Sjá nánar á http://www.smamunasafnid.is
17.03.2008

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar

Styrkumsóknir til Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar

Styrkumsóknir til Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar þurfa að berast menningarmálanefnd fyrir 25. mars   nk.   Úthlutun fer fram tvisvar á ári, 1. apríl og  1. nóvember.  Umsóknir sem áður hafa borist til menningarmálanefndar verða  teknar fyrir,  ekki er þörf að endurnýja þær sérstaklega.
Á 343. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar voru samþykktar reglur um Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar.   Reglurnar má sjá hér .
14.03.2008

Pálmasunnudagur í Laugarborg

GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR & KOLBEINN BJARNASON
gudrun_og_kolbeinn_120
Tónleikar 16. mars 2008 kl. 15.00 í Laugarborg

Miðaverð kr. 2.000,-

Flytjendur:
Guðrún Óskarsdóttir / sembal & Kolbeinn Bjarnason / þverflauta

Efnisskrá:
J. S. Bach / Sónata í C-dúr BWV1033 fyrir flautu og sembal
Hugi Guðmundsson / Ascendi (2007) fyrir altflautu og semball FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI
Henry Purcel / Svíta nr. 7 í d-moll fyrir sembal
Þorkell Sigurbjörnsson / Kalaïs
J. S. Bach / Sónata í e-moll BWV1034 fyrir flautu og sembal
Diana Rotaru / Play! (2007) fyrir flautu og sembal FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI

Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.
13.03.2008