Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Eyjafjarðará
Veðurstofan er að vinna að hættumati á Eyjafjarðará. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í Eyjafjarðará og þverám hennar. Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt er staðháttum.
26.05.2016