Fréttayfirlit

Valdi lýkur sínu frábæra starfi við mötuneyti Eyjafjarðarsveitar

Það verður eflaust söknuður hjá mörgum þar sem Valdemar Valdemarsson "Valdi", matreiðslumeistari, lætur nú eftir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar en föstudaginn 12.júlí reiðir hann formlega fram sínar síðustu veitingar sem verktaki mötuneytisins.
11.07.2019

Reynslulokun við Laugartröð

Sveitarfélagið hefur nú sett vegtálma á Laugartröð sem loka götunni fyrir gegnumakstri vestan við Laugarborg. Síðastliðna daga hafa krakkarnir í vinnuskólanum málað tálmana með gulri málningu svo þeir verði áberandi fyrir vegfarendur.
05.07.2019

Þjóðgarður á miðhálendinu - Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar

Þann 26. ágúst næstkomandi mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs halda opinn fund í Stórutjarnarskóla. Þar verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu nefndarinnar, sem skila á skýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.
05.07.2019