Dalbjörg er búin að opna glæsilegan flugeldasölumarkað í Hrafnagilsskóla og verður hann opinn til kl. 16 á Gamlársdag. Við vonum að sjálfsögðu að sveitungar og velunnarar okkar verði duglegir að styrkja okkur með flugeldakaupum eins og undanfarin ár.
Með fyrirfram þökk, hjálparsveitin Dalbjörg
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar og er gert ráð fyrir hallausum rekstri sveitarfélagsins 2013.
Gjaldskrá leikskóla mun lækka auk þess sem afsláttur til námsmanna, einstæðraforeldra og atvinnulausra mun hækka.
Öðrum gjaldskrárbreytingum er haldið í lágmarki.
Landflutningar og UMSE hafa gert með sér samkomulag þess efnis að andvirði jólapakka tilboðs Landflutninga sem sent er til og frá sveitarfélögum á starfssvæði UMSE mun renna til barna- og unglingastarfs á svæðinu.
*Lokað verður 23.-26. desember
*Opið 27.-30. desember
*Lokað 31. desember-1. janúar 2013.
Vetraropnun sundlaugar er kl. 6:30-21:00 alla virka daga og kl. 10:00-17:00 um helgar.
Fjölskyldan í sund, frítt fyrir 15 ára og yngri, örorku- og ellilífeyrisþega.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu tímabundið. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum, nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða með tölvupósti.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðuhlutfall. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs með ráðningu frá 1. janúar 2013. Krummakot er þriggja deilda leikskóli með fimmtíu nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða jákvæðan aga og markvisst unnið með málrækt, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu, myndlist og tónlist.