Fréttayfirlit

VISTVÆNIR STRAUMAR Á HANDVERKSHÁTÍÐ

Vistvæn hráefni setja sterkan svip á Handverkshátíð 2014 sem haldin verður í 22. sinn í Eyjafajarðarsveit 7.-10. ágúst. Mikill fjöldi umsókna hefur borist hátíðinni og endurspeglar hún alla jafna það sem hæst ber í handverki hverju sinni; verk, framleiðsluaðferðir og hráefni.
27.03.2014

Erindi um Guðrúnu Ketilsdóttur - vinnukonu í Eyjafjarðarsveit á 18. öld

Fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla mun Guðný Hallgrímsdóttir flytja erindi um sögu Guðrúnar Ketilsdóttur, sem vann á fjölmörgum bæjum sveitarinnar á 18. öld. Margt fróðlegt kemur þar fram um lífshætti og menningu þess tíma. Guðrún fæddist á Sámsstöðum 1759 og er sjálfsævisaga hennar líklega elsta varðveitta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu. Erindið og veitingar eru í boði Menningarmálanefndar.
25.03.2014

Allir í sund um páskana

Opnunartími um páskana í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður eftirfarandi: Skírdagur 10.00-20.00 Föstudagurinn langi 10.00-20.00 Laugardagur 10.00-20.00 Páskadagur 10.00-20.00 Annar í páskum 10.00-20.00
24.03.2014

Nú fer hver að verða síðastu að sækja um á Handverkshátíð 2014

Hátíðin sem nú verður haldin í 22. sinn velur ríflega 100 sýnendur úr fjölda umsókna. Þeir eru lærðir sem leikir af öllu landinu og selja fjölbreytt handverk og hönnun. Stemningin á sýningarsvæðinu er einstök, það sanna þær 15-20 þúsund heimsóknir sem sýningin fær nú árlega. Hátíðin fer fram dagana 7. – 10. ágúst og rennur umsóknarfresturinn út 1. apríl.
20.03.2014

Bjarnveig Ingvadóttir nýr formaður UMSE

Fimmtudaginn 13. mars fór fram 93. ársþing UMSE. Þingið var haldið að Rimum í Svarfaðardal í umsjón Umf. Þorsteins Svörfuðar. Vel var mætt á þingið og voru þátttakendur alls 44, fulltrúar frá aðildarfélögum og stjórn, gestir og starfsmenn þingsins.
17.03.2014

Fundarboð 445. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 445. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. mars 2014 og hefst kl. 15:00
14.03.2014

Þverárnáma deiliskipulag

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. nóvember 2013, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi efnisnámu sunnan Þverár ytri í Eyjafjarðarsveit ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
11.03.2014
Deiliskipulagsauglýsingar

Öskudagurinn 2014

Mörg börn lögðu leið sína á skrifstofuna í dag til að syngja og fá góðgæti að launum. Börnin hafa lagt mikla vinnu og metnað í skrautlega búninga. Nokkrar myndir voru teknar af þessum duglegu krökkum.
05.03.2014

Skoðanakönnun um skólaakstur og almenningssamgöngur

Næstu daga mun RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hringja í öll heimili í sveitarfélaginu og leggja fyrir nokkurrar spurningar er varða þetta málefni. Góð þátttaka tryggir marktækar niðurstöður sem í framhaldinu verður unnið með. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Búið er að senda öllum heimilium bréf með bakgrunnsupplýsingum fyrir könnunina. Hvetjum við alla íbúa til að kynna sér innihald bréfsins svo þeir geti tekið upplýsta afstöðu.
04.03.2014

Könnunin nú aðgengileg á heimasíðunni

Í undirbúningi er að flytja ábyrgð á þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga árið 2015. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar leitaði þess vegna til iðjuþjálfunarfræðideildar Háskólans á Akureyri og óskaði eftir samstarfi um könnun á þjónustu og búsetuúrræðum í sveitarfélaginu. Nefndin hugar að framtíðarstefnumótun og vantaði gögn um viðhorf, óskir og þarfir aldraðra íbúa sveitarfélagsins til að taka mið af við þá vinnu.
03.03.2014