Sýning Freyvangsleikhússins rokksöngleikurinn Vínland var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning 2009 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Af því
tilefni verða 2 aukasýningar í Freyvangi 4. og 5. júní n. k. kl. 20:00 báða dagana.
Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar
"hérlendis".
Smámunasafnið er nú opið alla daga milli kl. 13:00 og 18:00 til 15. september. Tvær nýjar smásýningar „gullin hennar
Gunnu“ leikföng frá árunum 1960-1970 og „ekki henda“ - nýjar flíkur gerðar úr gömlum. Hadda verður með námskeið
í að endurskapa úr gömlum ullarflíkum og ef einhver vill losna við t.d. ullarpeysu (hún þarf ekki að vera heil) þá má koma henni
á Smámunasafnið og þar fer hún í endurvinnslu. Nánari upplýsingar á www.smamunasanid.is Verið velkomin
Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla verður haldin dagana 7.-10.ágúst 2009.
Fyrirséð er að Íslendingar munu ferðast meira innanlands í sumar og önnur helgin í ágúst hefur verið ein sú annasamasta á
Norðurlandi vegna þeirra viðburða sem eru á döfinni.
Fyrirhugaðar eru breytingar og viðburðir í tengslum við hátíðina og eru fréttir af því settar á heimasíðu www.handverkshatid.is
Umsóknarfrestur um þátttöku á hátíðinni er 10.júní næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð.
Dóróthea Jónsdóttir
Framkv.stj Handverkshátíðar 2009
s. 864-3633