Fréttayfirlit

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 og árin 2024 – 2026, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á 600. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 25. nóvember.
25.11.2022
Fréttir

Lokað verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá kl. 12:00, föstudaginn 25. nóvember 2022.

Lokað verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá kl. 12:00, föstudaginn 25. nóvember 2022.
25.11.2022
Fréttir

Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir frístundarbyggð í landi Samkomugerðis í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að skilgreint verði svæði fyrir frístundarbyggð í landi Samkomugerðis. Bætt er við svæði fyrir frístundarbyggð F17. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
23.11.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Eyrarland, Eyjafjarðarsveit, auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
23.11.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Fundarboð 600. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 600 FUNDARBOÐ 600. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 25. nóvember 2022 og hefst kl. 10:00 Dagskrá: Almenn erindi 1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 - 2211031 2. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 og 2024 - 2026, síðari umræða - 2209039 23.11.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
23.11.2022
Fréttir

Fundarboð 599. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 599 FUNDARBOÐ 599. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, mánudaginn 21. nóvember 2022 og hefst kl. 08:00.
22.11.2022
Fréttir

Nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi

Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda föstudaginn 11. nóvember síðastliðinn.
21.11.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Kynningargögn sem sýnd voru á kynningarfundi vegna aðal- og deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir fyrirhugaða uppbyggingu Ölduhverfis í landi Kropps eru nú aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Almenningur og aðrir hagsmunaaðilar hafa nú frest til 1. desember 2022 til kynna sér skipulagstillögurnar og koma sjónarmiðum sínum varðandi tillögurnar á framfæri við sveitarfélagið. Skipulagsgögnin liggja einnig frammi á sveitarskrifstofunni og þar er unnt að spyrja fulltrúa sveitarfélagsins nánar út í skipulagsáformin.
21.11.2022
Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir umsækjendum í starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmanni í 100% stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar. Við leitum eftir öflugum einstakling sem hefur brennandi áhuga á starfseminni, er með góða stjórnunarhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfileika, ríka þjónustulund og hefur mikinn áhuga á að vinna með fólki.
18.11.2022
Fréttir

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll. Auk þess verða haldin erindi um fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi og markaðssetningu áfangastaðarins gagnvart erlendum flugfélögum. Nokkur norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki munu segja frá sínum fjárfestingum og verkefnum sem eru í bígerð.
17.11.2022
Fréttir