Fréttayfirlit

Konukvöld í Blómaskálanum Vín

Föstudaginn 1.október, húsið opnar kl. 21:00. Aðgangur ókeypis.
Fordrykkur í boði á meðan birgðir endast. Tískusýning frá Gallabuxnabúðinni með nýjustu kvensniðunum í gallabuxum frá Bessie. Skór frá Mössubúð. Orkulundur kynnir Yoga, hómópata ofl. Spámiðill Jóna Friðriks les frítt í Tarotspil. Hár og Heilsa með nýjasta í hári og förðun. Danssýning frá Príma MA. Forever Living kynning, sjálfstæður söluaðili Sigrún L. Sigurðard.
Happadrætti og óvæntur glaðningur.
Sjá nánari auglýsingu hér.
Gallabuxnabúðin, Hafnarstræti 106, göngugötunni Akureyri, Sími: 463 3100

01.10.2010

Kvöldmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 3. okt. kl. 21

Kór kirkjunnar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista leiðir söng.
Notalega kvöldkyrrð í kirkjunni.
Ræðuefni: Tíu boðorð á 21. öld.
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson

Ljósmynd: Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði
29.09.2010

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, vetraropnunartími

Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
Þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45.                                          
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns eða lestrar á staðnum.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.  Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.
Sími bókasafnsins er 464-8102

28.09.2010

Hrossasmölun 2010

Hér fyrir neðan eru gangnaseðlar fyrir hrossasmölun 2010.

Hrossasmölun Hrafnagilsdeild

Hrossasmölun Öngulsstaðadeild

Hrossasmölun Saurbæjardeild

23.09.2010

Stóðréttardansleikur

Stóðréttardansleikur verður haldinn í Funaborg þann 2. október n.k. kl. 23:00. 
Húsið opnar kl: 22:00.
Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð aðeins kr. 1500.-
Nú er um að gera rífa sig upp úr sófanum og skella sér á alvöru sveitaball.
Hestamannafélagið Funi

22.09.2010

Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit

Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit hefst á ný 12. september


Sunnudagskólinn hefur göngu sína þetta haustið sunnudaginn 12. september kl. 11. Samverurnar verða eins og verið hefur í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Öll börn eru velkomin, alveg sama á hvaða aldri þau eru og einnig þykir okkur einstaklega gaman að fá foreldra með á samverurnar. Samverur verða svo fram að jólum á eftirtöldum dagsetningum: 26. sept, 10. okt, 24. okt, 7. nóv, 21. nóv og 5. des. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Með kveðju frá Brynhildi, Hrund og Katrínu.

Nánari upplýsingar:
http://kirkjan.is/laugalandsprestakall/2010/09/sunnudagaskolinn-i-eyjafjar%c3%b0arsveit-hefst-a%c3%b0-ny-12-september/#more-61

09.09.2010