Sundnámskeið fyrir fullorðna
Sundnámskeið fyrir fullorðna á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar, hefst n. k. mánudagskvöld.
Sundnámskeið fyrir fullorðna á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar, hefst n. k. mánudagskvöld.
Þann 2. og 3.júní var útskriftarsýning hjá Lilju í Gullbrekku. Þeir sem misstu af sýningunni hennar í Arnarauganu, fá hér að sjá brot af þeim myndum sem þessi frábæra listakona hefur unnið að á undanförnum árum. Sjá fleiri myndir hér.
Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, fékk riddarakross fyrir stofnun Smámunasafnsins í Eyjafjarðarsveit og framlag til verndunar gamalla húsa. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi hann þessu heiðurmerki í dag 17.júní 2007. Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit er merkilegt safn allra mögulegra muna. Sjá heimasíðu safnsins www.smamunasafnid.is
því öllum er velkomið að koma með fullt skott af alls konar skemmtilegum gersemum og selja.
Þátttaka er ókeypis en æskilegt væri að vita af því hverjir koma svo hægt sé að auglýsa það sérstaklega.
Upplýsingar gefur Guðrún í síma 865-1621.