Fréttayfirlit

Kynningarfundur vegna reiðvega í Eyjafjarðarsveit

Kynningarfundur vegna reiðvega í Eyjafjarðarsveit – héraðsleiðar 8 og 2
Breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag

Lesa meira

29.12.2009

Kynningarfundur vegna reiðvega


Kynningarfundur vegna reiðvega í Eyjafjarðarsveit – héraðsleiðar 8 og 2
Breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag

Boðað er til kynningarfundar vegna nýrrar reiðleiðar, héraðsleiðar 8, frá Miðbraut að Bringu, að mestu leyti meðfram Eyjafjarðarbraut eystri (829) og reið- og gönguleiðar, héraðsleiðar 2, norðan Miðbrautar (823), frá hitaveituvegi að Eyjafjarðará.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Eyjafjarðarsveitar miðvikudaginn 6. janúar 2010 kl. 20.30. Jafnframt er framlengdur athugasemdafrestur til og með 11. janúar n.k.
Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hér að neðan.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 11. janúar 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Sveitarstjóri

29.12.2009

Jólatrésskemmtun í Funaborg

Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi standa fyrir jólatrésskemmtun í Funaborg þriðjudaginn 29. desember n. k. og allir eru velkomnir.
Skemmtunin stendur frá kl. 13.30 til kl. 16.00.

24.12.2009

Kristnestjörnin í gegnum árin

Hér að neðan er tengill á skemmtilega samantekt Helga í Kristnesi um Kristnestjörn sem hann kallar "Kristnestjörn í gegnum árin - Leiðbeiningar fyrir ókunnuga."

Kristnestjörn í gegnum árin

18.12.2009

Opnunartími sundlaugar jól og áramót

  Opnunartími sundlaugar um jól og áramót 2009 - Sjá hér     
16.12.2009
Fréttir

Aðventukvöld


Aðventukvöld í Grundarkirkju, sunnudaginn 13. des n.k. kl.20:30 ATH BREYTTAN TÍMA.
 
Að venju verða fjölbreytt atriði á dagskrá en ræðumaður er frú Sigríður Bjarnadóttir, Hólsgerði. Þá leika nemendur úr tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar og skólakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur syngur.
 
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur nokkur lög eftir Daníel Þorsteinsson undir hans stjórn og þar á meðal nýtt jólalag eftir hann.
11.12.2009

Jólabingó


Hestamannafélagið Funi heldur jólabingó í Funaborg á Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 13. desember kl 13:30. Allir velkomnir.
11.12.2009

FRÓN tónlistarfélag auglýsir

TÓNLEIKAFERÐ UM NORÐURLAND

Dagskrá tónleikaferðarinnar:
1. des. Kl. 20.30 Þórshafnarkirkja - Langanesbyggð
2. des. Kl. 20.30 Húsavíkurkirkja - Norðurþing
3. des. Kl. 20.30 Breiðamýri - Þingeyjarsveit
5. des. Kl. 14.00 Laugarborg - Eyjafjarðarsveit
5. des. Kl. 17.00 Berg menningarhús - Dalvíkurbyggð

Flytjendur:
Áshildur Haraldsdóttir / þverflauta
Katie Elizabeth Buckley / harpa
Kór Hrafnagilsskóla (á tónleikum í Laugarborg)

01.12.2009

Fréttatilkynning


Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2010

Ferðamálastofa hefur auglýst til umsókna styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010.
Auglýsingu Ferðamálastofu og nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is
01.12.2009