Fréttayfirlit

Merk tímamót í sögu Gásaverkefnisins

verslun_120
Sjálfseignastofnunin Gásakaupstaður ses var stofnuð fimmtudaginn 6.desember á Minjasafninu á Akureyri. Að stofnuninni standa Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, jarnsmidur_120 Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Laufáshópurinn (Gásahópurinn).
13.12.2007

Þjóðlendukröfur

Í bréfi sem sveitarstjórn hefur borist frá Óbyggðanefnd dags. 26. nóv. s. l. er frá því greint að fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hafi frest til 31. des. n. k. til að lýsa kröfum í þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (svæði 7 sbr. skilgreiningu nefndarinnar). Bréf Óbyggðarnefndar
07.12.2007

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025

Umhverfisráðherra staðfesti Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þann 22. nóvember 2007. Skipulagið er nú komið á netið og hægt er að nálgast það með því að fara á stikluna hér til vinstri á síðunni "Aðalskipulag Eyjafjarðasveitar".

07.12.2007

AUGLÝSING - deiliskipulag


Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi austan Eyjafjarðarbrautar vestri. Svæðið afmarkast af lóð Hrafnagilsskóla að sunnan og landamerkjunum að Grísará að norðan. Að vestan markast það af Eyjafjarðarbraut vestri og Eyjafjarðará að austan. Skipulag, sjá hér
06.12.2007