Fréttayfirlit

Markaðsstofa Norðurlands heimsótti landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

Við fengum skemmtilega heimsókn frá Markaðsstofu Norðurlands í landbúnaðar- og atvinnumálanefnd í gær þar sem upplýsandi og skemmtileg umræða átti sér stað meðal annars um verkefni sem ber verkheitið Farmers route of North Iceland og uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á norðurlandi.
30.10.2019
Fréttir

Samningur um skólaakstur undirritaður við SBA-Norðurleið hf.

Í dag skrifuðu sveitarstjóri, Finnur Yngvi Kristinsson, og Bergþór Erlingsson fyrir hönd SBA-Norðurleiðar hf. undir samning um skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla til næstu þriggja ára.
23.10.2019
Fréttir

Fundarboð 537. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

537. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. október 2019 og hefst kl. 15:00.
22.10.2019
Fréttir

Embætti skipulags - og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar leitar eftir starfsmanni í 50% stöðu.

Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50% stöðu hjá embættinu en um er að ræða nýja stöðu. Embættið annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit.
16.10.2019
Fréttir

Umhverfisráðherra í heimsókn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sótti Eyjafjarðarsveit í morgunsárið þar sem rætt var um hálendisþjóðgarð sem er í undirbúningi þessi misseri.
14.10.2019
Fréttir

Frábært mötuneyti og góð næring fyrir allar kynslóðir

Ánægjulegir mánuðir eru að baki með flottu fólki í mötuneyti Eyjafjarðarsveitar en Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari tók við rekstri þess í ágúst síðastliðnum.
11.10.2019
Fréttir

605 - Nýtt póstnúmer í Eyjafjarðarsveit

Nýtt póstnúmer hefur nú tekið gildi fyrir Eyjafjarðarsveit sem fær nú númerið 605 og er tilgangur þess að afmarka sveitarfélagið betur með sérstöku póstnúmeri.
09.10.2019
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2020.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2020.
07.10.2019
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2020-2023. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
07.10.2019
Fréttir