Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr.73/1997 með síðari breytingum.
Deiliskipulag hálendismiðstöðvar í Laugafelli.
Staðurinn er á bakka Laugakvíslar norðan Laugafells norðaustan Hofsjökuls í um 735 m hæð yfir sjávarmáli. Á svæðinu eru
nú fimm mannvirki, gistiskálar, þjónustuhús og geymsla svo og tjaldsvæði. Svæðið er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15
km norðaustan Hofsjökuls.
Skipulagssvæðið er um 8,9 ha að flatarmáli og er afmörkun þess sýnd á skipulagsuppdrætti. Það svæði, sem sem nýtt er
undir mannvirki, t.d. skála, bílastæði og tjaldsvæði (mannvirkjasvæði), er um 2,9 ha.
Deiliskipulagstillaga
Greinargerð með deiliskipulagstillögu
Tillagan ásamt greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 26. júní 2009.
Hverjum þeim aðila sem sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 7. ágúst 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver
sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar