Íþróttavika Evrópu í september
Íþróttavika Evrópu verður haldin 23. - 30. september. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.
Heilsueflandi Eyjafjarðarsveit mun setja upp dagskrá í samráði við einstaklinga og félagasamtök sem áhuga hafa á að standa fyrir kynningum á íþróttagreinum eða annarri hreyfingu í anda þessa verkefnis. Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar mun halda utan um undirbúninginn og eru allir þeir sem áhuga hafa á að koma með dagskráratriði beðnir um að hafa samband við hann í síma 464-8140 á dagvinnutíma eða á netfanginu karlj@esveit.is. Dagskrá síðustu íþróttaviku má sjá undir þessum tengli hér https://www.esveit.is/is/moya/news/ithrottavika-evropu-239-309
30.06.2023
Fréttir