Truflanir á þjónustu í Reykárhverfi
Í dag 1. desmber má reikna með einhverjum rekstrartruflunum í hitaveitunni í Reykárhverfi og nágrenni, vegna framkvæmda við
nýju hitaveituna svonefnda vesturveitu frá Botni að Grund og Finnastöðum. Nýja veitan verður tengd vinnslusvæðinu að Botni í dag og
því möguleiki á einhverjum truflunum fram eftir degi.
Við vonum að þetta verði minniháttar og hafi óveruleg áhrif. Viðskiptavinir eru engu að síður beðnir að gæta að
loftæmingu hitakerfa og þess háttar í kvöld þegar hætta á truflunum á að vera yfirstaðin.
Við biðjum notendur í Eyjafjarðarsveit velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonum að okkur takist að
ljúka þessu í dag eins og að er stefnt.
Norðurorka