Fréttayfirlit

Tímabundin lokun

Tímabundin lokun íþróttahúss og sundlaugar Hrafnagilsskóla

Vegna framkvæmda verða íþróttahús og sundlaug Hrafnagilsskóla lokuð laugardaginn 31. mars til og með fimmtudagsins 5. apríl (skírdag).

31.03.2007

Æfingar kringum páska hjá Umf.Samherja

Laugardagsæfingar falla niður 31.mars vegna framkvæmda í íþróttahúsi og sundlaug. Æfingar hefjast aftur miðvikudaginn 11.apríl hjá þeim eldri og föstudaginn 13.apríl hjá yngri hópnum.
31.03.2007

Páskabingó Umf.Samherja

Hið árlega páskabingó frjálsíþróttahóps Umf.Samherja verður haldið í Laugarborg laugardaginn 31.mars kl. 14:00.

Aðalvinningur utanlandsferð

Auk þess má nefna vinninga frá eftirtöldum aðilum : Bílaleigu, Kaffi, 2x mánaðarkort á Bjargi, Ís í Brynju, Hársnyrtivörur, 66° Norður, Hamborgarabúllan, Svefn og heilsa, Bararíið við brúnna, Húsasmiðjan, Lýsing, Olís, Nói Síríus, Kjarnafæði, Flug ak-rvk-ak, og þá er ekki allt talið.

Köku- og tertusala að venju sem og kaffisala.

30.03.2007

Tónlistarveisla framundan

Tónlistarhúsið Laugarborg stendur undir nafni. Nú á vordögum má sjá afar fjölbreytta dagskrá svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þeirra tónleika sem verða á dagskrá má nefna : Álftagerðisbræður - Karlakór Eyjafjarðar - Söngur / Fiðla / Píanó með Guðrúnu Ingimarsdóttur, Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Þórarni Stefánssyni.

Næstu tónleikar verða 1.apríl klukkan 15 en þá munu Guðrún Óskarsdóttir og Kolbeinn Bjarnason koma fram.

Dagskráin hefur nú verið uppfærð hér á vefnum og smellið hér til að ná í dagskrá Laugarborgar.

27.03.2007

Skyndihjálparnámskeið

Í apríl n. k., stendur íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar fyrir námskeiði í skyndihjálp.

Nánari upplýsingar námskeiðið má sjá hér

23.03.2007

Styrktartónleikar

Minningasjóður Garðars Karlssonar
Sunnudaginn 25. mars n.k. kl. 15:00, verða tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar haldnir í Laugarborg. Tónleikarnir eru að þessu sinni til styrktar minningarsjóði um Garðar Karlsson tónlistarkennara.
23.03.2007

Fundur um þjóðlendur

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur, í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um framgöngu ríkisvaldsins í þjóðlendukröfum, ákveðið að boða til almenns fundar um málefnið. Fundurinn verður haldinn í Sólgarði kl. 13:00 laugardaginn 24. mars n. k..
21.03.2007

Tónlist og tuskur

Tillaga að þjóðbúningi eyfiskra kvenna Laugardarskvöldið 17. mars s. l. stóðu Helgi Þórsson og Beate Stormo í Kristnesi, fyrir tískusýningu og tónleikum í Laugarborg.

21.03.2007

Aðalfundur Umf. Samherja

nikulasarmotid_umf._samherjar_120 Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn í Hrafnagilsskóla fimmtudagskvöldið 29. mars, kl. 20:30.
19.03.2007