Fréttayfirlit

Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit – breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Ölduhverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lega gatna breytist; ný gata (Austuralda) bætist við á norðausturhluta svæðisins og Hringöldu er skipt í tvær götur. Lóðir, byggingarreitir og húsnúmer færast til í kjölfarið og götuheiti breytast að hluta. Húsagerðir haldast þær sömu en hlutfall einbýla hækkar á móti hlutfalli fjölbýla og fækkar íbúðum á svæðinu um eina. Þá bætist leiksvæði við Austuröldu, lóð og byggingarreitur veitustöðvar færist neðan við aðkomuveg og kvöð um aðgengi að skógrækt bætist við enda Norður- og Austuröldu.
22.07.2024
Fréttir

Fundarboð 636. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 636. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. júlí 2024 og hefst kl. 08:00.
09.07.2024
Fréttir

Kæru bændur og landeigendur

Bændadagar í Eyjafjarðará sumarið 2024 eru sem hér segir: 2.júlí, 6.ágúst og 3.september nk. Bændum er þá heimilt að veiða fyrir sínu landi enda sé þá öllum veiðireglum árinnar fylgt. Með veiðikveðju, stjórnin.
01.07.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir starfsmanni í móttökueldhús, kennurum og reynsluboltum :-)

Einnig getum við bætt við okkur kennurum og reynsluboltum. Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður í eldhúsið 100% stöður kennara Æskilegt er að byrja 6.-12.ágúst 2024.
01.07.2024
Fréttir