Fréttayfirlit

Fundarboð 605. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 605. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. mars 2023 og hefst kl. 8:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 129 - 2302004F 1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 1.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022 1.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 2. Framkvæmdaráð - 130 - 2302006F 2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 2.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022 3. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264 - 2301006F 3.1 2209005 - Leikskólinn Krummakot - staða og horfur skólaárið 2022-2023 3.2 2302008 - Leikskólinn Krummakot - Mat á skólastarfi 3.3 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar 3.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 3.5 2209047 - Torfufell - Erindi til skólanefndar um skólabílaáætlun 3.6 2302014 - Skólanefnd - Kosning varaformanns 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384 - 2302008F 4.1 2302010 - Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023 4.2 2301010 - Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið 4.3 2302016 - Stóri-Hamar 1 - umsókn um leyfi fyrir malarnámu 4.4 2302018 - Höskuldsstaðir 10 - umsókn um stofnun lóðar 4.5 2302022 - Ytri-Varðgjá - umsókn um stofnun nýrrar lóðar Ytri-VarðgjáVaðlaskógur 4.6 2302027 - Ytri-Varðgjá - sameining lóða 4.7 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna 4.8 2302023 - Torfufell 2 - umsókn um stofnun lögbýlis 4.9 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 4.10 2302001 - Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga Fundargerðir til kynningar 5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 918 - 2302005 Almenn erindi 6. SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111020 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár - 2302006 8. Sala fasteigna - Sólgarður - 2208011 9. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301009 10. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2302002 Fyrir sveitarstjórn er lagður samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem gerður er vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar. 11. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2302003 Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um fullnaðarafgreiðsu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar. 12. Samþykkt um breytingu á stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2302030 Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar. 13. Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu - Umsögn - 2302020 Sveitarstjórn tekur til umræðu drög að umsögn vegna þingsályktunar um landbúnaðarstefnu. 28.02.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
28.02.2023
Fréttir

Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi

Eyjafjarðarsveit kallar eftir tillögum að götuheitum fyrir tvær nýjar götur í Hrafnagilshverfi. Í nýju deiliskipulagi eru göturnar kallaðar „Gata D“, sem tengir Eyjafjarðarbraut vestri við hverfið og „Gata E“ sem er sunnan við Skólatröð. Hugmynd hefur komið upp um „Hólmatröð“ fyrir götu E og byggir það á örnefninu Hólmar sem er á því svæði. Nálgast má skipulagið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar fyrir þá sem vilja kynna sér staðsetningu gatnanna betur. Áhugasamir vinsamlegast sendið tillögur á esveit@esveit.is
27.02.2023
Fréttir

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, samtals 16 sveitarfélög á svæðinu frá Stikuhálsi í vestri að Bakkaheiði í austri, vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
16.02.2023
Fréttir

Kaffispjall með fulltrúum sveitarstjórnar – 22. febrúar kl. 20.00

Íbúum og þeim sem áhuga hafa býðst tækifæri til að koma í kaffispjall með fulltrúum sveitarstjórnar og formanni velferðar- og menningarnefndar kl. 20.00 miðvikudaginn 22. febrúar í Félagsborg. Kjörið tækifæri til að ræða ýmis mál við fulltrúa sveitarstjórnar.
15.02.2023
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Í næstu viku er safnið lokað á miðviku-, fimmtu- og föstudag vegna vetrarleyfis í skólanum Þriðjudagurinn 21. febrúar er síðasti opnunardagur fyrir vetrarleyfi. Við opnum aftur þriðjudaginn 28. febrúar. Venjulega er opið á safninu: Þriðjudaga frá 14.00-17.00 Miðvikudaga frá 14.00-17.00 Fimmtudaga frá 14.00-18.00 Föstudaga frá 14.00-16.00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og fara niður í kjallara þaðan.
15.02.2023
Fréttir

Fundarboð 604. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 604. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. febrúar 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 382 - 2302001F 1.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383 - 2302003F 2.1 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag 2.2 2301019 - Eyrarland - Umsókn um framkvæmdaleyfi skv. deiliskipulagi 2.3 2301028 - Grísará - umsókn um skráningu landeignar undir vegsvæði 2.4 2302007 - Brúnir - Brúnaholt - beiðni um breytt staðfang 2.5 2302009 - Hrafnagil - umsókn um stofnun lóðar 2.6 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða 2.7 2302011 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og landmótunar við Reyká á Hrafnagili 2.8 2301027 - Bylgja Rúna Aradóttir - Leifsstaðabrúnir 10 2.9 2302001 - Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga 2.10 2302010 - Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023 Fundargerðir til kynningar 3. Minjasafnið á Akureyri - Fundargerðir stjórnar nr. 1.-4. árið 2022 - 2301022 4. Minjasafnið á Akureyri - Fundargerð stjórnar nr. 5, 2023 - 2301023 Almenn erindi 5. Verðskrá leiguíbúða - 2302004 6. Siðareglur Eyjafjarðarsveitar - 2302015 7. Kynning og samtal um starfsemi SSNE - 2302017 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, mætir á fund sveitarstjórnar. 14.02.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
14.02.2023
Fréttir

Minning

Þriðjudaginn 7. febrúar fór útför Sigurðar Aðalgeirssonar, fyrrverandi skólastjóra Hrafnagilsskóla, fram í Akureyrarkirkju. Sigurður var fyrsti skólastjóri skólans frá árinu 1971 og í hartnær þrjátíu ár starfaði hann við skólann ásamt konu sinni Sigurhönnu J. Salómonsdóttur. Hrafnagilsskóli, sem þá var eingöngu unglingaskóli, var vígður við hátíðlega athöfn 3. desember 1972 en rúmu ári fyrr hófst kennsla í húsnæði heimavistarinnar á meðan að nýja skólahúsnæðið var reist. Á þessum fyrstu árum komu nemendur skólans ekki einungis úr gömlu hreppunum þremur og af Svalbarðsströnd heldur komu einnig hópar unglinga frá Þelamerkurskóla, Stórutjarnarskóla, Grenivík, Hrísey og Grímsey. Nemendur gistu á heimavist á virkum dögum en fóru heim um helgar. Árið 1989 var rekstri heimavistar við skólann formlega hætt og árið 1992 var allt skólahald í Eyjafjarðarsveit sameinað í einn skóla undir stjórn Sigurðar þ.e. Hrafnagilsskóla ásamt skólaseli í Sólgarði. Hann stýrði sameinuðum Hrafnagilsskóla til ársins 1998 þegar hann lét af störfum og flutti til Húsavíkur ásamt konu sinni. Í fótspor þeirra, hjóna Sigurðar og Hönnu, hafa bæði Björk, dóttir þeirra, og Silja Garðarsdóttir, barnabarn þeirra, fetað og valið Hrafnagilsskóla sem vinnustað sinn. Við sendum Hönnu, börnum þeirra og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar fyrir þeirra mikilvæga starf við skólann. Samstarfsfólk og fyrrverandi nemendur minnast Sigurðar með hlýju og muna eftir góðvild hans, festu og mildi. Myndin var tekin á afmælishátíð Hrafnagilsskóla 16. nóvember s.l. Þrír skólastjórar Hrafnagilsskóla: Sigurður Aðalgeirsson, Karl Frímannsson og Hrund Hlöðversdóttir.
09.02.2023
Fréttir

Espihóll – íbúðarhús - Espilaut, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóll í kynningarferli skv. 30 gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að nýtt 1, 5 ha svæði verði skilgreint sem íbúðarsvæði þar sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir íbúðarhús á óræktuðu landi. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 2. febrúar og 17. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 17. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
02.02.2023
Fréttir