Atvinna - Húsnæði
Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi. Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif og fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku.
Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu. Íbúðin er lítil tveggja herbergja, með stigauppgöngu og hentar vel einstaklingi eða pari.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.