Fréttayfirlit

Ræktin lokuð 31. jan. - 2. feb

Vegna þorrablóts verður ræktin lokuð föstudag, laugardag og opnar kl. 14:00 á sunnudag.
31.01.2020
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Laugardaginn 1. febrúar lokar sundlaugin kl. 17:00 vegna þorrablóts. Minnum á að annars er opið um helgar kl. 10:00-20:00.
29.01.2020
Fréttir

Ræktin opnuð aftur eftir viðhald og endurbætur

Ræktin hefur verið opnuð aftur eftir viðhald og endurbætur. Keypt var svokallað fjölnota tæki, sem hægt er að gera ýmsar æfingar í. Einnig eru nýjar ketilbjöllur, medicine boltar, nokkrar gerðir af teygjum og rúllum svo eitthvað sé nefnt.
28.01.2020
Fréttir

Opin vika 3.-8. febrúar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Vikuna 3.-8. febrúar heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar opna viku þar sem hefðbundin kennsla er að mestu felld niður, en býður nemendum í staðinn námskeið í brasilískri tónlist þar sem okkar brasilíski slagverksleikari Rodrigo Lopes og samlandi hans Guito leiðbeina nemendum okkar á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Það verður gaman að sjá hvort að þeir geta ekki aðeins liðkað okkur til í vetrarfrostinu og gefið okkur örlítinn smjörþef af sumri og sól. Kennarar skólans bregða á leik og bjóða uppá ýmislegt fyrir okkur sveitungana.
27.01.2020
Fréttir

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 - Breyting

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar.
22.01.2020
Fréttir

Fundarboð 542. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 542. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 23. janúar 2020 og hefst kl. 15:00
21.01.2020
Fréttir

Ræktin verður lokuð vikuna 20.-24. janúar

Í vikunni 20.-24. janúar verður ræktin lokuð vegna viðhalds og endurbóta. Stefnum á að opna aftur fyrir helgina, auglýsum það síðar.
17.01.2020
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 1. febrúar 2020

Laugardaginn 1. febrúar verður hið margrómaða þorrablót sveitarinnar haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili – þá verður GAMAN. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Heimatilbúin atriði, þorramatur (og annar fyrir þá viðkvæmu) frá Bautanum og Danshljómsveit Friðjóns heldur uppi fjörinu. Miðapantanir sunnudaginn 26. og mánudaginn 27. jan. kl. 20:00-22:00 hjá Huldu (864-6191 eða 463-1191) – Kristínu (846-2090) – Bylgju (863-1315). Miðaverð 8.500.- Miðaafhending gegn peningagreiðslu (enginn posi) í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hrafnagili miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. jan. kl. 20:00-22:00. MÆTUM SEM FLEST, NEYTUM OG NJÓTUM!!! Nefndin
15.01.2020
Fréttir

Flottur hópur ferðaþjónustuaðila heldur á sýningu í Kópavogi

Alls fara níu fyrirtæki úr Eyjafjarðarsveit á ferðasýninguna Mannamót Markaðsstofanna sem haldin er í Kórnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag. Verður sveitin því vel áberandi á þessum mikilvæga vettvangi.
14.01.2020
Fréttir

Lámarksþjónusta vegagerðar í dag en skólabílar eiga að komast leiða sinna

Leiðinda veður er í dag og fer frekar versnandi fram til klukkan 18, með aukinni úrkomu. Víða skefur þannig að það torveldur umferð minni bíla sérstaklega. Vegagerðin er með lágmarksþjónustu framan miðbrautar þar til veðri slotar en þó er stefnt á að moka þannig að skólabílar komist leiða sinna. Næstu nótt verður síðan mokað betur þegar veður hefur gengið niður og ættu allir að komast leiða sinna að morgni miðvikudags.
14.01.2020
Fréttir