Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – lýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til áforma um uppbyggingu baðstaðar ásamt tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár. Ráðgert er að aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 m austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku.
Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1. desember október til 21. desember 2020. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins á slóðinni esveit.is.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða til skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagisns á netfangið sbe@sbe.is í síðasta lagi þann 21. desember 2020.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Ytri-Varðgjá - skipulagslýsing