Fréttayfirlit

Vetraropnun sundlaugar 2009 - 2010


Vetraropnun sundlaugar frá  og með 1. september 2009

Mánudaga - föstudaga  6:30  - 20:00
Laugardaga – sunnudaga 10:00 - 17:00
Á helgidögum og almennum frídögum 10:00 - 17:00

Hætt er að hleypa ofan í laugina 15 mín fyrir lokun.

Sími : 464-8140 / 895-9611

01.09.2009

Gangnaseðlar 2009

Gangnaseðla 2009  ná sjá á tenglunum hér að neðan.Þverárrétt 2008

Öngulsstaðadeild

Saurbæjardeild:
Möðruvallafjall_Æsustaðatungur
Eyvindarstaðaheiði_Eyjafjarðardalureystri
Eyjafjarðardalur vestri_Djúpidalur
Hvassafellsdalur_Skjóldalur

Hrafnagilsdeild


Skilaréttir
eru Hraungerðisrétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að  laugardagin 5. sept. Þverá ytri þar sem réttað er á sunnudeginum 6. sept. kl. 10, og Möðruvallarétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að á sunnudeginum.

27.08.2009

Melgerðismelar - deiliskipulag á svæði hestamanna

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir
Deiliskipulag á svæði hestamann á Melgerðismelum

Deiliskipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillögura er til og með 12. október 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.

Deiliskipulag 1.02
 
27.08.2009

Molta ehf tekur formlega til starfa

Jarðgerðarstöð Moltu ehf á Þveráreyrum Í dag tók jarðgerðarstöð Moltu ehf á Þveráreyrum formlega til starfa. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Moltu er stöðinni Steingrímur J. Sigfússon ræsir vélarnar í jarðgerðarstöðinni í gegnum tölvubúnað. Eiður Guðmundson, framkvæmdastjóri Moltu ehf fylgist með. ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslum.



21.08.2009

Gangnadagar 2009

Göngur í Eyjafjarðarsveit haustið 2009

1.göngur:
5.-6.sept.: Öll gangnasvæði nema norðan Bíldsár.
12.sept. : Norðan Bíldsár.
Breytingar frá þessu skulu gerðar í samráði við fjallskilastjóra.

2.göngur:
19.og 20.september.

Hrossasmölun:
2.-4.október.

Fjallskilastjóri, sími 845 0029

21.08.2009

Skólasetning Hrafnagilsskóla

Hrafnagilsskóli verður settur þriðjudaginn 25. ágúst í íþróttahúsinu kl. 10:00. Að lokinni setningu fara nemendur og foreldrar á fund með umsjónakennara. Skólastarf hefst svo samkvæmt stundatöflu 26. ágúst nema hjá nemendum 1. bekkjar sem byrja fimmtudaginn 27. ágúst.
20.08.2009

20 þúsund heimsóknir á Handverkshátíð

Eftir mánudag á Handverkshátíð hafa heimsóknir á hátíðina farið nærri 20 þúsund sem má telja algert aðsóknarmet.  Bros á hverju andliti í blíðskaparveðri skapaði einstaka stemningu.  Sjá fréttir af hátíðinni á www.handverkshatid.is

handverkshatid2009_400
13.08.2009

Metaðsókn á Handverkshátíð

Hátíðin er opin í dag mánudag kl. 12-19.

Metaðsókn var á hátíðina um helgina því 15.000 manns hafa sótt hátíðina heim.

Bros á hverju andliti í 20 stiga hita og sól hefur skapað frábæra stemningu á hátíðarsvæðinu.

Hönnunarsamskeppni um nýsköpun í ullarvörum var í tengslum við sýninguna og þá þótti við hæfi að sýna rúning á ullinni.  Birgir Arason rúningsmaður sýnir daglega vélrúning og fékk um helgina til liðs við sig konur í sveitinni með rokkinn og sátu þær við spuna.

Margt er um óvenjulegt hráefni á svæðinu sem hefur vakið eftirtekt.  Tískusýningar, fyrirlestrar og námskeið krydda dagskrána í hvívetna.

Að þessu sinni er staðið að hátíðinni á annan máta en verið hefur því félögin í sveitinni hafa lagt hönd á bagga.  Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, þrjú kvenfélög Aldan/Voröld, Hjálpin og Iðunn, Ungmennafélagið Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg ásamt gríðarlegum fjölda tónlistarfólks og skemmtikrafta, allt fólk sem tengist Eyjafjarðarsveit á einn eða annan hátt.

Handverkskona ársins 2009 var verðlaunuð á kvöldvöku á laugardagskvöldinu og þann titil hlaut Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir handverkskona með meiru.

Síðasti opnunardagur vel heppnaðrar sýningar er í dag, mánudag milli 12-19.

Handverkskona ársins 2009 - Guðrún Á. Steingrímsdóttir 

10.08.2009