Fréttayfirlit

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og skipulags- og byggingarfulltrúa verða lokaðar frá kl. 11:30 föstudaginn 28. apríl

Opið verður frá og með þriðjudeginum 2. maí á auglýstum opnunartíma kl. 10:00-14:00.
25.04.2023
Fréttir

Fundarboð 609. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

609. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. apríl 2023 og hefst kl. 08:00
25.04.2023
Fréttir

Vinnuskólinn 2023

Skráning í vinnuskólann sumarið 2023 fer fram á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli
24.04.2023
Fréttir

Viðburðahald - Samantekt eftir opinn fund 12. apríl 2023

Tekin hefur verið ákvörðun um að Handverkshátíðin verður ekki haldin með sama sniði í ár. Haldinn hefur verið fundur með öllum félögum sem áttu fjárhagslegan ávinning af hátíðinni og ljóst að viðburðurinn var orðinn of stór og tímafrekur fyrir þann takmarkaða hóp sjálfboðaliða sem sinntu lykilhlutverkum. Á fundinum kom þó fram mikill vilji til að halda áfram með einhverskonar viðburð í sveitarfélaginu og nokkrar hugmyndir ræddar en ákveðið að boða til íbúafundar til að fá virkt samtal við íbúa um áframhaldið.
24.04.2023
Fréttir

Kæru sveitungar

Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla að fara af stað í fjáröflun. Fyrirkomulagið verður því þannig að áhugasamir viðskiptavinir senda tölvupóst á nanna@krummi.is ef þeir vilja kaupa pappír. Verðin eru: Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 6.500 (þessi gamli góði) Lúxus klósettpappír, 200 blaða kr. 4.500 Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500 Pantanir þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 25. apríl og pappírinn verður keyrður til kaupenda um leið og Papco getur afgreitt hann til nemenda. Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur, nemendur í 9. bekk.
21.04.2023
Fréttir

Hjólað í vinnuna 2023

SKRÁNING HEFST 19. APRÍL Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 3. - 23. maí nk. Opnað verður fyrir skráningar 19. apríl. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí. Fyrirtæki og stofnanir um allt land geta nú farið að huga að því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með. Það er alltaf mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga að starfsandanum og er verkefnið Hjólað í vinnuna góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman. Þó svo að margir vinnustaðir gefi starfsfólki færi á að vinna heima útilokar það ekki þátttöku. Útfærslan er einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd sem samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu. Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu og vekja í leiðinni athygli á virkum ferðamáta, en hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þessar þrjár vikur og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að á mörgum stöðum þurfum við að deila göngustígum með bæði gangandi og hlaupandi fólki. Munum eftir tillitsseminni, hjálminum og bjöllunni. Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn alla til að hreyfa sig daglega, minnst 30 mínútur á dag.
21.04.2023
Fréttir

Loftslagsmál á mannamáli!

Verið velkomin á Loftslagsdaginn 2023 þann 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Skráning er hafin: Skráningarsíða Athugið að það er takmarkaður fjöldi sæta í sal í boði. Dagskrá Á Loftslagsdeginum ætlum við að fjalla um stöðu Íslands í loftslagsmálum á mannamáli. Við ætlum að leita svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi? Hvaða breytingar þurfum við að gera á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi? Hvernig skila peningarnir árangri? Á meðal fjölda spennandi fyrirlesara eru: Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði, Umhverfisstofnun Evrópu Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds, Umhverfisstofnun Tinna Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í loftslagsáhættu og sjálfbærni hjá Seðlabanka Íslands Tómas Njáll Möller, formaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu Sverrir Norland, rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari Dagskráin byggir á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum og spurningum frá almenningi og tækifærum til að blanda geði. Skoða dagskrá Fyrir hverja? Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir: Almenning Stjórnvöld Atvinnulífið Fjölmiðla Vísindasamfélagið Nemendur Öll áhugasöm um loftslagsmál Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu eða beinu streymi þann 4. maí! Heimasíða Loftslagsdagsins Viðburðurinn á Facebook Umhverfisstofnun
21.04.2023
Fréttir

Sumarstarf í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 2023

Óskum eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu í sundlauginni í sumar. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2023. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Karl í síma 691-6633.
21.04.2023
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2023

Dagana 2.–5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.-4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi. Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.
21.04.2023
Fréttir

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit á sumardaginn fyrsta - Verið velkomin

Við ætlum að opna dyrnar upp á gátt og bjóða vörur okkar og þjónustu. Við leggjum mikinn metnað í það sem við bjóðum upp á og fjölbreytnin er gríðarleg. Skellið ykkur á rúntinn í Eyjafjarðarsveit og kynnið ykkur málið.
19.04.2023
Fréttir