Verið velkomin á Loftslagsdaginn 2023 þann 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Skráning er hafin: Skráningarsíða
Athugið að það er takmarkaður fjöldi sæta í sal í boði.
Dagskrá
Á Loftslagsdeginum ætlum við að fjalla um stöðu Íslands í loftslagsmálum á mannamáli.
Við ætlum að leita svara við eftirfarandi spurningum:
Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi?
Hvaða breytingar þurfum við að gera á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi?
Hvernig skila peningarnir árangri?
Á meðal fjölda spennandi fyrirlesara eru:
Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði, Umhverfisstofnun Evrópu
Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds, Umhverfisstofnun
Tinna Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í loftslagsáhættu og sjálfbærni hjá Seðlabanka Íslands
Tómas Njáll Möller, formaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu
Sverrir Norland, rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari
Dagskráin byggir á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum og spurningum frá almenningi og tækifærum til að blanda geði.
Skoða dagskrá
Fyrir hverja?
Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:
Almenning
Stjórnvöld
Atvinnulífið
Fjölmiðla
Vísindasamfélagið
Nemendur
Öll áhugasöm um loftslagsmál
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu eða beinu streymi þann 4. maí!
Heimasíða Loftslagsdagsins
Viðburðurinn á Facebook
Umhverfisstofnun