Við óskum íbúum Eyjafjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin sem hér segir:
Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 8. desember kl 13:30-16. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á fundi sínum hinn 26. nóv. 2013 samþykkt tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024. Með vísan til 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur nefndin jafnframt sent tillögu sína til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sem skal innan fjögurra vikna staðfesta skipulagstillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Föstudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 verður glæsileg tískusýning á vegum Álfagallerýsins í Silvusalnum að Syðra-Laugalandi
Kaffihlaðborð með gómsætum kökum og brauði í hollari kantinum.
Allir velkomnir.
Almenningssamgöngur hófust í Eyjafjarðarsveit við skólabyrjun nú í haust. Áður hafa verið gerðar tilraunir með almenningssamgöngur í sveitarfélaginu en eftir stuttan reynslutíma hefur þeim verið hætt vegna mikils kostnaðar og tiltölulega lítillar þátttöku.
Á liðnu sumri lagði RARIK jarðstreng frá Þórustöðum að Laugalandi. Þessi strenglagning er hluti af því verkefni að koma öllu dreifikerfi RARIK í Eyjafirði í jörð. Til þess að svona verkefni gangi vel þurfa allir sem að því koma að leggja sitt að mörkum. Það er mat RARIK að svo hafi verið og slíkt ber að þakka. Landeigendum, ábúendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum eru þökkuð góð samskipti og samvinna í sumar.
Starfsmenn RARIK á Norðurlandi.