Íþróttavika Evrópu - Fyrirlestur á Brúnum, skráning
Á morgun, laugardaginn 30. september kl. 11:00-13:00, verður fyrirlestur á Brúnum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Það er Sjálfsrækt á Akureyri sem býður upp á fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan. Súpa og brauð að hætti hjónanna á Brúnum eftir fyrirlesturinn. Vegna veitinganna þarf að skrá sig á fyrirlesturinn á netfanginu sundlaug@esveit.is.
Fimm leiðir að vellíðan er áhugahvetjandi fyrirlestur sem gefur þér upplýsingar og aðferðir við að auka hamingju og vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn byggir á rannsóknum á líðan og hamingju fólks, sem embætti landlæknis styðst við og notar í heilsueflingastarfi. Í fyrirlestrinum fjöllum við um mikilvæga þætti er varðandi andlega, líkamlega og félagslega vellíðan og hvernig við sjálf getum haft mjög mikið um þá þætti að segja. Við förum yfir þessa fimm þætti: félagstengsl, hreyfingu og næringu, núvitund og sjálfsumhyggju, styrkleika og vaxtarhugarfar, ásamt því að gefa af sér og láta gott af sér leiða og kennum aðferðir til þess að auka eigin vellíðan í daglegu lífi með því að tileinka sér þær aðferðir sem fjallað er um.
29.09.2023
Fréttir