Fréttayfirlit

Breytingar á aðalskipulagi 2016 - göngu og hjólreiðastígur

Hér má finna uppdrátt af breyttu aðalskipulagi er varðar göngu og hjólreiðastíg frá Akureyri að Hrafnagilshverfi.
23.11.2016
Aðalskipulagsauglýsingar

Sorphirða í innri-hringnum

Sorphirða hefur raskast í vikunnu vegna færðar. Gámaþjónusta Norðurlands biðlar til fólks að passa upp á að heimkeyrslur séu mokaðar og hreinsað frá tunnum svo bílar fyrirtækisins eigi greiða leið að þeim. Í dag miðvikudag verður sendur auka bíll til að klára hreinsun á innri hringnum.
23.11.2016

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - Skipulags- og matslýsing

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. október 2016 að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.11.2016
Aðalskipulagsauglýsingar

Frá Norðurorku: Hitaveiturof í Eyjafjarðarsveit 15.11.2016

Vegna tengingar á vararafstöð á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit verður lokað fyrir heitt vatn í Vesturveitu, frá Botni að Ysta-Gerði og í Laugalandsveitu, frá Tjarnagerði að Sámsstöðum, þriðjudaginn 15.11.2016, kl. 9:00 - 12:00, eftir það verða tímabundnar truflanir fram eftir degi.
14.11.2016

Fundarboð 488. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 488. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. nóvember 2016 og hefst kl. 15:00
11.11.2016

Leiðsögn í hlaupatækni með einum fremsta utanvegahlaupara heims

Laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00-15.00 við íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar mun Þorbergur Ingi Jónsson ofurhlaupari fara yfir grunnatriði í hlaupastíl með aðaláherslu á hagkvæmni. Hvernig á að hlaupa þannig að álag á hné og bak sé í lágmarki, hlaupastíllinn verði hagkvæmari og hlauparar eiga auðveldara með að auka hraðann. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
11.11.2016

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.
03.11.2016