Fréttayfirlit

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024. Athugið ný staðsetning.

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 verður í mötuneyti Hrafnagilsskóla, inngangur við skrifstofur Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 21:00.
15.11.2024
Fréttir

Fulltrúar frá ungmennaráði Eyjafjarðarsveitar sóttu ungmennaþing SSNE dagana 14.-15. október 2024

Eyjafjarðarsveit sendi 4 fulltrúa á Ungmennaþing SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit dagana 14. og 15. október. Með hópnum fór Sunna Björg Valsdóttir umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis. Þau sem sóttu þingið voru Haukur Skúli Óttarsson, Sunna Bríet Jónsdóttir, Emelía Lind Brynjarsdóttir og Kristín Harpa Friðriksdóttir, meðlimir ungmennaráðs sveitarfélagsins.
22.11.2024
Fréttir

Reglur vegna útgáfu rekstrarleyfa fyrir starfsemi í íbúðarbyggð í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitat hefur samþykkt reglur vegna útgáfu rekstrarleyfa fyrir starfsemi í íbúðarbyggð í Eyjafjarðarsveit. Markmið þessara reglna er að marka verklag og setja viðmið um afgreiðslu umsagna til sýslumanns um atvinnustarfsemi á svæðum sem í skipulagsáætlunum eru skilgreind sem svæði fyrir íbúðabyggð.
21.11.2024
Fréttir

Afhending styrks eftir Bleikan október

Starfsmannafélag ÍME stóð fyrir fjársöfnun í bleikum október til handa Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Alls söfnuðust 60 þúsund krónur með liðsinni gesta íþróttamiðstöðvarinnar sem fengu frítt kaffi en gátu á móti styrkt söfnunina með frjálsum framlögum. Starfsfólk íklæddist m.a. bleikum vinnubolum í október til að minna á verkefnið og fjársöfnunina. Eva Björg Óskarsdóttir verkefnastjóri móttöku, kynninga og vefmiðla tók við styrknum í íþróttamiðstöðinni í morgun úr höndum þeirra Jakobs Sævars Sigurðssonar og Ástu Heiðrúnar Stefánsdóttur. Starfsmannafélag ÍME vill koma kæru þakklæti á framfæri við alla þá sem lögðu söfnuninni lið og óskar KAON velfarnaðar í sinni starfsemi.
21.11.2024
Fréttir

Tilkynning frá Terra

Því miður seinkar sorphirðu þessa viku vegna mikillar snjókomu og færðar. Beðist er velvirðingar á þessum töfum. Terra.
19.11.2024
Fréttir

Fundarboð 643. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

643. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. nóvember 2024 og hefst kl. 08:00.
19.11.2024
Fréttir

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit 30. nóvember 2024 kl. 13:00-17:00

Við ætlum að opna upp á gátt og bjóða gestum og gangandi í aðventustemningu í sveitinni. Upplagt að krækja sér í jólagjafir, gjafabréf, matvöru og handverk. 
16.11.2024
Fréttir

Kvenfélagið Hjálpin gefur 1.100.000 kr

Nú á haustdögum varð kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit 110 ára. Í kvenfélaginu starfa tuttugu og fjórar konur auk nokkurra heiðursfélaga. Við erum á aldrinum 24 ára til 76 ára og meðalaldur okkar er 48 ár. Við erum vinkonur, nágrannar, bekkjarsystur, systur og í félaginu starfa í dag 3 pör af mágkonum, 3 pör af mæðgum og 5 pör af tengdamæðgum. Í tilefni af 100 ára afmælinu gáfum við út bókina Drífandi daladísir þar sem eru myndir og upplýsingar um allar 231 félagskonurnar ásamt sögu félagsins í máli og myndum.
14.11.2024
Fréttir

Vegurinn lokaður milli Skáldsstaða og Ártúns frá kl. 11 og fram eftir degi 12. nóv. 2024

Tilkynning frá Vegagerðinni: Vegna vinnu við ræsi á Eyjafjarðarbraut vestri verður vegurinn lokaður milli Skáldsstaða og Ártúns frá kl. 11 og fram eftir degi í dag þriðjudaginn 12. nóvember. Hjáleið er um Hólaveg 826.
12.11.2024
Fréttir

Kærar þakkir og hamingjuóskir Hans Rúnar

Hans Rúnar Snorrason kennari við Hrafnagilsskóla hlaut hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna 2024 ásamt Bergmanni Guðmundssyni, verkefnisstjóra við Brekkuskóla og Giljaskóla á Akureyri fyrir leiðbeiningar um notkun upplýsingatækni í kennslu.
07.11.2024
Fréttir