Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 verður í mötuneyti Hrafnagilsskóla, inngangur við skrifstofur Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 21:00.
Athugið nýja staðsetningu.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Bent er á að ef nota á stafræn ökuskírteini þá þarf að huga að uppfærslu þeirra áður en komið er á kjörstað.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag á kjörstað má finna á https://island.is/hvernig-er-kosid
Upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna á https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
Kjörskrá er aðgengileg á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar auk þess sem finna má upplýsingar um sinn kosningarstað á https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/althingiskosningar-2024/
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í mötuneytinu.
Símanúmer: Einar 894-1372, Sigríður 866-4741 og Þór 661-0112.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 12. nóvember 2024.
Einar Jóhannsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.