Fréttayfirlit

Lokun á köldu vatni í Hrafnagilshverfi fimmtudaginn 12. september 2024

Vegna framkvæmda verður kalda vatnið tekið af hluta Hrafnagilshverfis kl. 14:00 fimmtudaginn 12. september. Sjá skýringarmynd.
11.09.2024
Fréttir

Kaldavatnslaust frá kl. 14:00 á fimmtudaginn 12. september

Vegna framkvæmda verður kalda vatnið tekið af Hrafnagilshverfi kl. 14:00 fimmtudaginn 12. september. Opnun íþróttamiðstöðvarinnar mun færast fram á daginn, allt eftir framgangi framkvæmdanna. Tilkynning verður send út um leið og hægt verður að opna á nýjan leik.
11.09.2024
Fréttir

Vilt þú hafa áhrif? Vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar í Eyjafjarðarsveit?

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 13 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september. Vinnastofan er haldin í matssal Hrafnagilsskóla á Hrafnagili 12. september kl. 20:00-22:00 Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://www.ssne.is/.../index/vinnustofur-soknaraaetlunar... Allar nánari upplýsingar er hægt að finna hér: Sóknaráætlun | SSNE.is
03.09.2024
Fréttir

Make your mark on the development plan for the next five years!

We are now in the process of making a new development plan for Northeast Iceland for the next five years. As a part of that work, we have had 13 workshops around the region. Now we have added an online workshop in English to get a broader participation. Registration for the online workshop in necessary: https://www.ssne.is/.../index/regional-development-plan A link to the workshop will be sent out on the day of the event. For further information a summary of the current development plan can be found here: https://www.ssne.is/.../northeast-iceland-development...
03.09.2024
Fréttir

Fundarboð 638. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 638. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. september 2024 og hefst kl. 08:00.
03.09.2024
Fréttir

Upplýsingafundur fyrir foreldra og forráðamenn unglinga í Hyldýpi

Upplýsingafundur um starfsumhverfi Hyldýpis og starfsemina í vetur verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 20.00 í matsal Hrafnagilsskóla. Þar munu ábyrgðarmenn félagsmiðstöðvarinnar fara yfir það starfsumhverfi sem félagsmiðstöðvar starfa í og segja frá fyrirhugaðri starfsemi í vetur. Fyrirhugað var að framkvæmdastjóri Samfés yrði á fundinum en óvæntir atburðir urðu til þess að hún getur ekki komið að þessu sinni. Allir foreldrar og forráðamenn sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál eru hvattir til að mæta.
02.09.2024
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þann 3. september opnar bókasafnið aftur fyrir almenning. Þá er safnið opið sem hér segir: Þriðjudaga frá 14.00-17.00 Miðvikudaga frá 14.00-17.00 Fimmtudaga frá 14.00-18.00 Föstudaga frá 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.
28.08.2024
Fréttir

Vaðlaugin lokuð vegna viðgerða

Vegna viðgerða verður vaðlaugin í sundlaug Eyjafjarðarsveitar lokuð eitthvað fram í september. Nánari tímasetningar skýrast síðar. Við biðjum gesti okkar velvirðingar á óþægindunum en vonumst til að þetta gangi hratt og vel fyrir sig. Verið velkomin í sund.
27.08.2024
Fréttir

Hrafnatröð við nýjan leikskóla - lokun vegna endurnýjunar á hitaveitulögn

Um þessar mundir er unnið er að endurnýjun á hitaveitulögn meðfram Hrafnatröð (fyrrum Eyjafjarðarbraut Vestri) á vegkaflanum nærri viðbyggingu leikskólans. Er þetta liður í framkvæmdum við gatnagerð sem og byggingu leikskólans sjálfs. Vegkaflanum verður af þeim ástæðum lokað meðan á framkvæmdunum stendur.
26.08.2024
Fréttir

Félagsmiðstöðin Hyldýpi skólaárið 2024-2025

Sunna Björg Valsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis fyrir skólaárið 2024-2025. Sunna er með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og hefur reynslu af störfum með börnum og unglingum. Sunnu til aðstoðar verður Marta Þórudóttir sem starfaði í Hyldýpinu á síðasta skólaári. Starfsemi Hyldýpis hefst í næstu viku en miðvikudaginn 4. september kl. 20 verður haldinn sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn barna á unglingastigi, í matsal Hrafnagilsskóla. Þar verður starfsemi Hyldýpis kynnt og farið yfir ábyrgð, skyldur og ýmis tilmæli sem hvílir á starfseminni. Sérstakur gestur á fundinum verður Friðmey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samfés.
23.08.2024
Fréttir