Fréttayfirlit

Umsókn í Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar

Velferðar- og menningarnefnd auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 21.apríl næstkomandi og fer fyrri úthlutun ársins fram í byrjun maí.
03.04.2024
Fréttir

FUNDARBOÐ 630. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 630. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 4. apríl 2024 og hefst kl. 08:00
02.04.2024
Fréttir

Opnunartími íþróttamiðstöðvar um páskana

Skírdagur kl. 10 - 19 Föstudagurinn langi kl. 10 - 19 Laugardagur kl. 10 - 19 Páskadagur kl. 10 - 19 Annar í páskum kl. 10 - 19
26.03.2024
Fréttir

Laus til umsóknar staða skólastjóra Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir framúrskarandi einstaklingi til að taka að sér það spennandi verkefni að leiða skólastarf Hrafnagilsskóla í Hrafnagilshverfi. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur og tilbúinn að móta og þróa skólastarf sveitarfélagsins í samvinnu við skólasamfélagið.
25.03.2024
Fréttir

Kæru vinir

Því miður falla landpóstaferðir niður í dag vegna veðurs, áætlað er að fara aukaferð á mánudaginn 25.mars Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda Kær kveðja Pósturinn
22.03.2024
Fréttir

Fundarboð 629. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 629. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst kl. 08:00.
19.03.2024
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið fer í páskafrí. Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 22. mars. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 2. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
15.03.2024
Fréttir

Skráðu þig í samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra

SSNE vinnur nú að því að koma á fót samráðsvettvangi atvinnulífs á Norðurlandi eystra. Tilgangur vettvangsins er að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE, jafnframt verður vettvangurinn nýttur til að miðla upplýsingum og tækifærum sem snúa að svæðinu. Fundirnir verða haldnir í fjarfundi til að jafna aðgengi allra og er stefnt að fyrsta fundi í byrjun apríl. Öllum er frjáls að skrá sig til leiks hér.
13.03.2024
Fréttir

Stór og mikilvægur áfangi hafinn

Þessa dagana blasir við ánægjuleg sjón hjá vegfarendum í Hrafnagilshverfi þar sem fylgjast má með límtréseiningum rísa vegna nýrrar leikskólabyggingar. B.Hreiðarsson ehf. nýtir nú góðviðrisdagana og verður gaman að fylgjast með verkinu þar sem hraðar breytingar má sjá á svæðinu á næstu mánuðum.
09.03.2024
Fréttir

Ársreikningur 2023 lagður fram

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 7. mars 2024 var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 lagður fram.
07.03.2024
Fréttir