Eyjafjarðarsveit sendi 4 fulltrúa á Ungmennaþing SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit dagana 14. og 15. október. Með hópnum fór Sunna Björg Valsdóttir umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis. Þau sem sóttu þingið voru Haukur Skúli Óttarsson, Sunna Bríet Jónsdóttir, Emelía Lind Brynjarsdóttir og Kristín Harpa Friðriksdóttir, meðlimir ungmennaráðs sveitarfélagsins.
Yfirmarkmið ungmennaþinganna er að valdefla ungt fólk, styrkja tengsl þeirra hvert við annað og efla samvinnu á milli sveitarfélaga. Þema ársins var lýðræði.
Nánar má sjá frétt um ungmennaþingið á vefsíðu SSNE
https://www.ssne.is/is/um-ssne/frettir/frettir-ur-landshlutanum-2045-friar-getnadarvarnir-og-tidarvorur
Myndin sem birtist hér með þessari frétt er fengin úr frétt SSNE.