Fréttayfirlit

Vaðlaugin lokuð vegna viðgerða

Vegna viðgerða verður vaðlaugin í sundlaug Eyjafjarðarsveitar lokuð eitthvað fram í september. Nánari tímasetningar skýrast síðar. Við biðjum gesti okkar velvirðingar á óþægindunum en vonumst til að þetta gangi hratt og vel fyrir sig. Verið velkomin í sund.
27.08.2024
Fréttir

Hrafnatröð við nýjan leikskóla - lokun vegna endurnýjunar á hitaveitulögn

Um þessar mundir er unnið er að endurnýjun á hitaveitulögn meðfram Hrafnatröð (fyrrum Eyjafjarðarbraut Vestri) á vegkaflanum nærri viðbyggingu leikskólans. Er þetta liður í framkvæmdum við gatnagerð sem og byggingu leikskólans sjálfs. Vegkaflanum verður af þeim ástæðum lokað meðan á framkvæmdunum stendur.
26.08.2024
Fréttir

Félagsmiðstöðin Hyldýpi skólaárið 2024-2025

Sunna Björg Valsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis fyrir skólaárið 2024-2025. Sunna er með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og hefur reynslu af störfum með börnum og unglingum. Sunnu til aðstoðar verður Marta Þórudóttir sem starfaði í Hyldýpinu á síðasta skólaári. Starfsemi Hyldýpis hefst í næstu viku en miðvikudaginn 4. september kl. 20 verður haldinn sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn barna á unglingastigi, í matsal Hrafnagilsskóla. Þar verður starfsemi Hyldýpis kynnt og farið yfir ábyrgð, skyldur og ýmis tilmæli sem hvílir á starfseminni. Sérstakur gestur á fundinum verður Friðmey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samfés.
23.08.2024
Fréttir

Gangnaseðlar 2024

Gangnaseðlar 2024 vegna sauðfjár liggja nú fyrir
21.08.2024
Fréttir

Vetraropnunartími íþróttamiðstöðvarinnar

Laugardaginn 24. ágúst tekur við vetraropnunartími íþróttamiðstöðvarinnar: Mánudaga til fimmtudaga kl. 06.30 - 08 og 14 - 22. Föstudaga kl. 06.30 - 8 og 14 - 19. Helgar kl. 10 - 19.
19.08.2024
Fréttir

Búast má við óþægindum á umferð í Hrafnagilshverfi vegna framkvæmda á næstu vikum

Íbúar og vegfarendur í Hrafnagilshverfi eiga von á óþægindum vegna framkvæmda við gatnagerð í tengslum við nýtt deiliskipulag hverfisins á næstu vikum en óhjákvæmilega þarf að loka tímabundið syðri gatnamótum Laugartraðar til móts við Skólatröð þegar framkvæmdir hefjast.
14.08.2024
Fréttir

Umferð hjólandi gegnum Hrafnagilshverfi við opnun nýs vegar

Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar fyrirspurnir um það hvernig umferð hjólandi vegfarenda er hugsuð fram fyrir Hrafnagilshverfi eða yfir brúna eftir að lokað var fyrir gegnumumferð.
14.08.2024
Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir einbýlishús að Skólatröð 13 í Hrafnagilshverfi til tímabundinnar leigu

Eignin er laus til leigu nú þegar og verður leigð út til og með 31. júlí 2025. Um er að ræða einbýlishús með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, eldhúsi, búri, stofu og þvottahúsi auk bílskúrs. Áhugasamir sæki um á viðeigandi umsóknareyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins. Farið verður yfir umsóknir þann 22.ágúst næstkomandi. Umsókn um almennt leiguhúsnæði https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-leiguhusnaedi Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-felagslegt-leiguhusnaedi
13.08.2024
Fréttir

Fundarboð 637. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 637. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 og hefst kl. 08:00.
12.08.2024
Fréttir

Göngur og réttir 2024

12.08.2024
Fréttir