Fréttayfirlit

Götuhjólamót föstudaginn 25.júlí

Hjólreiðafélag Akureyrar mun halda götuhjólamót í tímatöku föstudaginn 25. júlí nk. Ráðgert er að ræsing verði við Botnsreit kl. 18 og þaðan verður hjólað fram að Saurbæ. Þar verður snúið við og hjólað til baka. Áætlað er að keppnin taki 3-4 tíma. Hjólreiðafélagið mun sjá um brautargæslu, nauðsynlegar merkingar og hafa látið lögreglu og slökkvilið vita af viðburðinum.
14.07.2025
Fréttir

Sumarlokun hjá Eyjafjarðarsveit og Skipulags- og byggingarfulltrúa

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og Skipulags- og byggingarfulltrúa verða lokaðar frá 21. júlí til og með 1. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Opnað verður aftur þriðjudaginn 5. ágúst, eftir verslunarmannahelgi. Njótið sumarsins!
11.07.2025
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
01.07.2025
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt

Á fundi sínum þann 26.júní samþykkti sveitarstjórn uppfærða umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið sem nú hefur verið gefin út.
27.06.2025
Fréttir

Fundarboð 658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. júní 2025 og hefst kl. 15:00.
24.06.2025
Fréttir

Tilkynning frá RARIK um rafmagnsleysi á parti í Hrafnagilshverfi miðv.d. 25.06 milli kl. 10 og 12

Ath. að sími og netsamband á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa mun liggja niðri á þeim tíma.
24.06.2025
Fréttir

Heitavatnsrof í Hrafnagilshverfi þriðjudaginn 24.júní

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í og við Hrafnagilshverfi þriðjudaginn 24.06.25 frá kl. 08:30-16:00 eða á meðan vinnu stendur. Góð ráð við hitaveiturofi má finna inná heimasíðu Norðurorku á www.no.is
23.06.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit - lausar stöður í móttökueldhús og blönduð störf

Leikskólinn Krummakot flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem öll aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk verður til fyrirmyndar og hugað er sérstaklega að góðri hljóðvist og lýsingu.
23.06.2025
Fréttir

Hver er staða handverksfólks á Íslandi? Könnunin er opin til 22. júní 2025

Núna er í gangi vinna til að efla íslenskt handverk sem atvinnugrein. Eitt af fyrstu skrefunum er þarfagreining og er m.a. kallað eftir svörum handverksfólks í eftirfarandi könnun. Niðurstöðurnar verða mikilvægt innlegg í opinberri umræðu um stöðu handverks á Íslandi.
19.06.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöðin lokuð þriðjudaginn 24. júní fram eftir degi 

Vegna vinnu Norðurorku við heitavatnslögn í Hrafnagilshverfi verður íþróttamiðstöðin lokuð frá kl. 8.00 þriðjudaginn 24. júní og fram eftir degi. Upplýsingar verða uppfærða á Facebook-síðu íþróttamiðstöðvarinnar "Íþróttamiðstöðin Hrafnagilshverfi" um leið og opnað verður á nýjan leik. Vakin er athygli morgunhana á því að opið verður frá kl. 6.30 - 8.00 um morguninn.
19.06.2025
Fréttir