Starfsmannafélag ÍME stóð fyrir fjársöfnun í bleikum október til handa Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Alls söfnuðust 60 þúsund krónur með liðsinni gesta íþróttamiðstöðvarinnar sem fengu frítt kaffi en gátu á móti styrkt söfnunina með frjálsum framlögum. Starfsfólk íklæddist m.a. bleikum vinnubolum í október til að minna á verkefnið og fjársöfnunina.
Eva Björg Óskarsdóttir verkefnastjóri móttöku, kynninga og vefmiðla tók við styrknum í íþróttamiðstöðinni í morgun úr höndum þeirra Jakobs Sævars Sigurðssonar og Ástu Heiðrúnar Stefánsdóttur.
Starfsmannafélag ÍME vill koma kæru þakklæti á framfæri við alla þá sem lögðu söfnuninni lið og óskar KAON velfarnaðar í sinni starfsemi.