Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Börn, ungmenni og afreksíþróttafólk sem æfa hjá félagi sem á aðild að ÍSÍ eða tekur þátt í viðurkenndum íþróttamótum getur sótt um ferðastyrk vegna keppnisferða/æfingaferða sem fylgir umtalsverður kostnaður fyrir umsækjanda. Framvísa skal staðfestingu frá þjálfara, fararstjóra eða öðrum tilbærum aðila ásamt gögnum um greiðslu kostnaðar og öðrum gögnum eftir ákvörðun skrifstofu. Hámarksstyrkur er kr. 20.000,- á ári fyrir hvern iðkanda.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.
20.09.2024
Fréttir