Fréttayfirlit

Hlutastörf í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit næsta vetur

Tvö 20% störf laus í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar frá 1. september 2024 til 31. maí 2025. Um er að ræða annars vegar vaktir konu á miðvikudögum kl. 16 - 23 og hins vegar vaktir karls á fimmtudögum kl. 16 - 23. Hentar skólafólki afar vel. Möguleiki á afleysingum og forgangur fyrir sumarstörf 2025 í boði.
24.06.2024
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Skólinn hefur skapað sér afar gott orðspor í gegnum tíðina og samanstendur af frábærum mannauði. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
11.06.2024
Fréttir

Kæri íbúi - Dear resident - Drodzy mieszkańcy

Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt. Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði, greina hvort þjónustustig sé sambærilegt og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum. Þar skiptir hvert svar miklu máli.
11.06.2024
Fréttir

Fundarboð 635. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 635. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. júní 2024 og hefst kl. 08:00
11.06.2024
Fréttir

Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að vísa skipulagstillögu vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í auglýsingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 18,5 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir 35 lóðum fyrir íbúðarhús og verður aðkoma að svæðinu frá Veigastaðavegi.
05.06.2024
Fréttir

Kynningarfundur - drög að nýrri menntastefnu

Kæru íbúar, kynningarfundur vegna menntastefnu Eyjafjarðsveitar verður haldinn á Teams miðvikudaginn 5.júní klukkan 20:00. Á fundinum verða drög af nýrri menntastefnu kynnt fyrir þeim sem mæta og verður íbúum og starfsfólki í kjölfarið gefið færi á að koma með athugasemdir við drögin.
03.06.2024
Fréttir

Laus staða flokksstjóra vinnuskólans 

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða í starf flokksstjóra við vinnuskólann í sumar. Starfið felst m.a. í því að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu í samráði við verkstjóra vinnuskólans. Sinna verkefnum við hreinsun á umhverfi og almennum garðyrkjustörfum. Flokksstjóri vinnur auk þess markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda. Hæfniskröfur: Vera góð fyrirmynd, stundvísi, vinnusemi, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar um starfi veitir Davíð Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar í síma 894 3118. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skila á netfanginu eignasjodur.forstodumadur@esveit.is.
29.05.2024
Fréttir

Katta- og hundahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Vinsamleg ábending til hundaeigenda sem ganga meðfram Eyjafjarðará, á meðan á varptíma stendur, að takmarka lausagöngu hunda sinna þar yfir þennan tíma.
28.05.2024
Fréttir

Tilkynning um búfjárbeit

Fjallskilanefnd bendir á að "Nýti umráðamaður ekki að fullu land það sem hann hefur fyrir eigin búfé er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því að því marki sem beitarþol leyfir. Ef um óskipt land er að ræða verða sameigendur einnig að veita leyfi fyrir slíkri heimild. Umráðamanni lands ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og fyrir hvaða fjölda búfjár, sbr. 8. gr. laga nr. 6/1986, sbr. einnig ákvæði í 7. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011."
28.05.2024
Fréttir

Sleppingar fyrir sauðfé verða þann 15. júní í ár

Fjallskilanefnd hefur ákveðið að seinka sleppingum sauðfjár um nokkra daga vegna aðstæðna svo sem snjóalaga og gróðurs. Þá eru fjáreigendur beðnir um að taka mið af aðstæðum á sinni afrétt eftir þann dag. Beitartímabil vegna naugripa hefst 20. júní og lýkur 1. október. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní og lýkur 10. janúar á næsta ári. Göngur verða eftirfarandi: Göngur fara fram 5.-8. september. Göngur fara fram 20.-22. september. Hrossasmölun verður 4. október og stóðréttir 5. október.
28.05.2024
Fréttir