Fréttayfirlit

Eyvindur 2024 - Lionsklúbbarnir í Eyjafjarðarsveit tóku að sér dreifingu

Íbúar Eyjafjarðarsveitar fá blaðið Eyvind 2024 í póstkassann sinn miðvikudaginn 18. desember. Lionsklúbbarnir í Eyjafjarðarsveit, Vitaðsgjafi og Sif munu sjá um dreifingu á blaðinu til sveitar og þorps. Þeir íbúar sem ekki hafa póstkassa geta nálgast eintak af blaðinu á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, eða haft samband milli kl. 10 og 14 í síma 463-0600. Brottfluttir og/eða aðrir áhugasamir geta skráð sig í áskrift og kostar blaðið 1.000 kr., sendingakostnaður er innifalinn.
17.12.2024
Fréttir

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Opnunartímar verða sem hér segir: 28. desember kl. 16-22 29.-30. desember kl. 10-22 31. desember kl. 9-16 5. janúar kl. 19-21. (Dalborg) Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð. Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa. Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum! Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.
16.12.2024
Fréttir

Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í matsal Hrafnagilsskóla frá kl. 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála. Lkl. Sif verður einnig með leiðisgreinar til sölu á 3.000 kr. stk. Kaffi, öl og konfekt. Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.
16.12.2024
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Opnir tónleikar 17. des. 2024

Á morgun þriðjudaginn 17. des. verða opnir tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg kl. 18.00. Þetta eru jafnframt lokatónleikar á mikilli tónfunda/tónleika dagskrá á aðventunni. Á tónleikunum koma fram nemendur af öllum okkar starfsstöðum og á öllum aldri. Við munum m.a. heyra sexhent píanó frá Grenivík, söngdúett frá Hrafnagili og harmonikku samspil þvert á stöðvar sem og aðra efnilega nemendur frá Svalbarðsströnd og úr Hörgársveit svo eitthvað sé nefnt. Það eru allir velkomnir að heyra og sjá þverskurð af okkar ágæta nemendahópi og fylgjast með okkar blómlega starfi í Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Verið velkomin.
16.12.2024
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2025 og 2026-2028

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 12. desember var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og árin 2026–2028 samþykkt samhljóða í síðari umræðu. Áætlunin undirstrikar sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og tryggir áframhaldandi jafnvægi í rekstri.
12.12.2024
Fréttir

Fundarboð 644. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 644. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. desember 2024 og hefst kl. 17:00.
10.12.2024
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er föstudagurinn 20. desember. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opið verður föstudaginn 27. desember milli kl. 14.00 og 16.00. Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
06.12.2024
Fréttir

Verðbreyting á verðskrá Norðurorku hf. fyrir vatnsveitu

Á 303. fundi stjórnar Norðurorku hf. 22. október 2024 var afgreidd fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Í undirbúningi fjárhagsáætlunar voru forsendur verðbreytinga skilgreindar. Í þeirri vinnu var horft til fjölmargra þátta svo sem verðlagsþróunar, spár um verðlagsþróun, rekstrarkostnað, viðhaldsþarfa en ekki síst til uppbyggingarþarfa í einstökum veitum fyrirtækisins. Samhliða gerð fjárhagsáætlunar var einnig unnin áætlun um nýfjárfestingar og meiriháttar viðhaldsverkefni til ársins 2030. Við ákvörðun um breytingar á verðskrá var m.a. stuðst við svokallaða vísitölu Norðurorku og í öðru lagi var horft til framkvæmda og fjárfestinga.
04.12.2024
Fréttir

Fræðsla um úrgangsmál

Hvernig á að flokka jóla- og áramótúrganginn Við hjá Terra umhverfisþjónustu tókum saman helstu úrgangs tegundir og viljum deila því með ykkur hvernig sé best að flokka þá til að ná hreinum straumum frá heimilum og fyrirtækjum sem skilar sér aftur inn í hringrásarhagkerfið.
03.12.2024
Fréttir

116.7 km syntir í átakinu Syndum

Í nóvember fór fram átakið Syndum á vegum ÍSÍ en því er ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar. Í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit lágu skráningarblöð frammi í afgreiðslunni þar sem þátttakendur skráðu vegalengdina sem synt var hverju sinni. Alls voru það 33 einstaklingar sem skráðu sundferðir og tveir af þeim fóru 20 sinnum í laugina á tímabilinu. Samtals voru syntir 116.7 kílómetrar og voru m.a. þrír einstaklingar sem lögðu meira en 10 km að baki hver.
02.12.2024
Fréttir