Fyrir réttri viku síðan þáði sveitarstjóri boð Höskuldar Þórs Þórhallssonar formanns Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að koma á fund hans og samnefndarfólks hans til að kynna vinnu við göngu og hjólastíg milli Hrafnagilshverfis og Akureyrir sem og aðrar áherslur í samgöngumálum sveitarinnar.
Upplýsingar frá Tryggingastofnun vegna barnalífeyris vegna náms/starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar. Sækja verður um barnalífeyrinn á hverri önn og á skólavotorði þarf að koma fram námsárangur á síðustu önn ásamt stafestingu á fjölda eininga á næstu önn. Sjá bréf frá tryggingastofnun með nánari upplýsingum.
Hjólakraftur í samstarfi við Umf. Samherja verða með hjólaæfingar í vetur og mættu 26 á fyrstu æfinguna. Allt ungt fólk á aldrinum 11-18 ára er meira en velkomið og foreldrar mega að sjálfsögðu mæta með, en bara ef unga fólkið kærir sig um. Hér ráða krakkarnir nefnilega og það kostar ekkert að prófa. Næsta æfing er miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 17:30 á planinu við Hrafnagilsskóla og verður hjólað eitthvað á vit ævintýranna í nágrenni Hrafnagils.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að bjóða upp á framhaldsskólaakstur í haust. Ferðir verða frá Laugarborg að Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri kl. 07.45 og svo heim aftur kl. 16.20 frá MA og 16.23 frá VMA. Fyrsta ferð verður mánudaginn 29.ágúst næstkomandi.
Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september.
Æsustaðatungur Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september.
Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
Gangnaseðlar verða sendir út fimmtudaginn 25. ágúst en þá má einnig sjá hér fyrir neðan.
Þriðjudaginn 23. ágúst síðastliðinn var nýr göngustígur formlega vígður í Kristnesskógi. Þessi göngustígur er sérstaklega hannaður með þarfir fatlaðra í huga og kemur til með að bæta aðstöðu til endurhæfingar í Kristnesi enn frekar. Vígslan fór fram í sól og blíðu í skóginum og voru á milli 30 og 40 manns viðstaddir vígsluna.
Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september.
Æsustaðatungur Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september.
Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir hér á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.