Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit verður heilsueflandi samfélag

Eyjafjarðarsveit gerði nýlega samstarfssamning við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Karl Frímannsson sveitarstjóri og Birgir Jakobsson landlæknir unirrituðu samninginn þann 15.mars síðastliðinn.
18.03.2016

Ársþing UMSE

95. ársþing UMSE fór fram í Þelamerkurskóla 16. mars. Þingið var í umsjón Umf. Smárans. Mættir voru 33 af 44 mögulegum fulltrúum 13 aðildarfélaga og stjórnar. Þess ber að geta að öll aðildarfélög UMSE áttu fulltrúa á þinginu. Þingið var líflegt að venju og sköpuðust m.a. líflegar umræður um hlutverk og stefnu sambandsins.
17.03.2016

Aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra fyrir Hrafnagilsskóla til eins árs. Ráðið verður frá frá 1. ágúst 2016 – 31. júlí 2017. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum, ótvíræður leiðtogi og fær í samskiptum.
17.03.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 16.mars 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
15.03.2016

Arnar Árnason gefur kost á sér til formennsku í LK

Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, gefur kost á sér til formennsku í Landssambandi kúabænda. Kosið verður til formanns á aðalfundi samtakanna sem fer fram í Reykjavík dagana 31. mars og 1. apríl n.k. Arnar er 41 árs og hefur búið á Hranastöðum frá 2001. Hann er kvæntur Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn.
15.03.2016

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar

Gönguleið og reiðleið frá Akureyri að Hrafnagilshverfi Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að legu gönguleiðar GL-1 og reiðleiðar HL-1 (héraðsleið) sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar.
09.03.2016

Ráðning sveitarstjóra

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 3.mars var samþykkt samhljóða að ráða Ólaf Rúnar Ólafsson sem sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við af Karli Frímannssyni sem láta mun af störfum í vor að eigin ósk. Ólafur Rúnar er 40 ára hæstaréttarlögmaður og hefur undangenginn áratug verið svæðisstjóri Pacta lögmanna á Norðurlandi. Hann hefur í störfum sínum meðal annars sinnt lögmannsþjónustu fyrir fjölmörg sveitarfélög og tengda aðila, þar á meðal Eyjafjarðarsveit.
04.03.2016

Tónleikar í Laugarborg- aðgangur ókeypis

Tónleikar verða haldnir í Laugarborg næstkomandi laugardag, 5. mars kl. 15. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á píanó. Hún leikur verk eftir tónskáldin S. Couperin, F. Liszt, G. Faure, X. Montsalvatge og F. Chopin. Aðgangur ókeypis. Tónvinafélag Laugarborgar
03.03.2016

FUNDUR SVEITARSTJÓRNAR EYJAFJARÐARSVEITAR

Aukafundur verður í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20:00. Á dagskrá er eitt mál „Ráðning sveitarstjóra“ og verður fundurinn lokaður.
02.03.2016

Karl segir upp störfum

Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar hefur sagt upp starfi sínu. Karl mun starfa út uppsagnarfrestinn til 1. júní. Stefnt er að ráðningu á nýjum sveitarstjóra fyrir þann tíma.
24.02.2016