Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2017
Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. janúar næstkomandi.
Veislustjóri verður hinn frábæri ÓSKAR PÉTURSSON. Hljómsveitin EINN OG SJÖTÍU sér um að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Húsið verður opnað kl. 19:30 og blótið sett kl. 20:30. Að vanda taka þorrablótsgestir matartrog með sér að heiman troðin kræsingum. Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað. Kaffisala verður að loknu borðhaldi.
18.01.2017