Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015-2017
Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 voru afhent í liðinni viku. Markmið með umhverfisverðlaunum er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverfisins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár.
Að þessu sinni afhenti Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisnefndar, annars vegar Önnu Guðmundsdóttur og Páli Ingvarssyni á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg viðurkenningar umhverfisnefndar vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis.
05.07.2016