Fréttayfirlit

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Miðvikudaginn 8.júní næstkomandi kl. 15.00 fundar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9.
02.06.2016

Sumaropnun íþróttamiðstöðvar og lokun vegna viðhalds

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður opin sem hér segir í sumar: Alla virka daga frá kl. 06.30-22.00 og kl. 10.00-20.00 um helgar. Vegna viðhalds verður þó lokað frá 6.-10. júní. Opnar aftur laugardaginn 11.júní kl. 10.00. Hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar, starfsfólk íþróttamiðstöðvar.
02.06.2016

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Eyjafjarðará

Veðurstofan er að vinna að hættumati á Eyjafjarðará. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í Eyjafjarðará og þverám hennar. Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt er staðháttum.
26.05.2016

Vinnuskóli Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2000, 2001 og 2002 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 7. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
26.05.2016

Ársreikningur 2015 afgreiddur

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 var afgreiddur á fundi sveitarstjórnar 18. maí 2016. Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2015.
19.05.2016

Korn - fréttabréf frá sveitarstjórn

Ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar. Oft er spurt hvað sé að frétta úr sveitarstjórn, hvað sé verið að fást við. Sú hugmynd kviknaði því að skrifa smá pistil og senda út um nokkur þau verkefni sem eru á döfinni. Ef þetta mælist vel fyrir verður þetta vonandi endurtekið tvisvar á ári, að oddviti og sveitarstjóri taki saman helstu tíðindi.
19.05.2016

Ný hitaveituhola boruð í Eyjafjarðarsveit

Nú er að hefjast vinna við borun hitaveituholu á Hrafnagili/Botni en framkvæmdin er liður í því að styrkja heitavatnsöflun á svæðinu og auka þannig afhendingaröryggi. Upphaflega var áætlað að hreinsa og dýpka þær holur sem fyrir eru á svæðinu en í ljósi kostnaðar og áhættu var tekin ákvörðun um að bora nýja holu sem staðsett verður á sama plani og núverandi holur. Nýja holan mun fá nafnið HN-13 og verða um 1800 m djúp en það er jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem borar holuna.
12.05.2016

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra fyrir leikskólann Krummakot. Um er að ræða 100% stöðu frá 8. ágúst 2016. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir góðri leiðtoga- og samskiptahæfni.
12.05.2016

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar

Um er að ræða 50% starf frá 1. júní - 8. júlí. Vinnutími er á dagvinnutíma, frá kl. 9:00 - 13:00 eða 10:00 – 14:00 eftir samkomulagi. Óskað er eftir jákvæðum, traustum og vandvirkum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi.
12.05.2016

Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Ráðningin er tímabundin í eitt ár. Um er að ræða 100% kennarastöðu á unglingastigi og ráðið er frá 1. ágúst 2016. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 150 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og lögð er áhersla á teymisvinnu.
12.05.2016