Framhaldsskólaakstur

Á fundi sveitarstjórnar var samþykkt svohljóðandi bókun: 

„Sveitarstjóri leggur fram minnisblað sem unnið er á skrifstofu sveitarfélagsins og gerir grein fyrir upplýsingum sem fram hafa komið undir vinnslu málsins. Sveitarstjóra falið að finna og semja við samstarfsaðila um framhaldsskólaakstur frá Hrafnagilshverfi að Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri og leita leiða til að gera það á svo hagkvæman hátt sem hægt. Fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir áramót í ljósi reynslunnar. Gjald fyrir önnina verði kr. 20.000,- á hvern nemanda.“

Samið hefur verið við Hópferðabíla Akureyrar um aksturinn. Fyrsta ferð verður mánudaginn 29.ágúst næstkomandi og farið verður frá Laugarborg kl. 07.45. Heimferð verður frá MA kl. 16.20 og VMA kl. 16.23 og er ekið að Laugarborg.

Notendur skulu skrá sig á netfangið esveit@esveit.is fyrir föstudaginn 2. September með upplýsingum um nafn notenda, skóla sem við komandi sækir og kennitölu greiðanda. Greiðsluseðlar vegna haustannar verða sendir út í október.