Fréttayfirlit

Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september 2024 í Eyjafjarðarsveit

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Hér í Eyjafjarðarsveit verður boðið upp á góða dagskrá sem öll er án endurgjalds fyrir þátttakendur. Leitað var til einstaklinga og félagasamtaka um aðkomu að dagskránni og hafa undirtektir verið frábærar. Frítt er í sund alla þessa daga, frá mánudeginum 23. – mánudagsins 30. september.
16.09.2024
Fréttir

Messur í Eyjafjarðarsveit september 2024 - júní 2025

Sunnudaginn 29. september Messa í Kaupangskirkju kl. 13.30 Sunnudaginn 6. október Munkaþverárkirkja 180 ára. Afmælismessa kl. 13 Sunnudagskvöldið 3. nóvember Allraheilagra messa í Möðruvallakirkju kl. 20
16.09.2024
Fréttir

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá 11. september til kl. 12:00 þann 16. október.

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum: Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir á sviði menningar Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar Rafræn vinnustofa fyrir umsækjendur fer fram 18. september kl. 16:15 Skráning á vinnustofuna fer fram hér. Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast hér.
13.09.2024
Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Góðan dag Eyjafjarðarsveit Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.
13.09.2024
Fréttir

Lokun á köldu vatni í Hrafnagilshverfi fimmtudaginn 12. september 2024

Vegna framkvæmda verður kalda vatnið tekið af hluta Hrafnagilshverfis kl. 14:00 fimmtudaginn 12. september. Sjá skýringarmynd.
11.09.2024
Fréttir

Kaldavatnslaust frá kl. 14:00 á fimmtudaginn 12. september

Vegna framkvæmda verður kalda vatnið tekið af Hrafnagilshverfi kl. 14:00 fimmtudaginn 12. september. Opnun íþróttamiðstöðvarinnar mun færast fram á daginn, allt eftir framgangi framkvæmdanna. Tilkynning verður send út um leið og hægt verður að opna á nýjan leik.
11.09.2024
Fréttir

Vilt þú hafa áhrif? Vinnustofa vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar í Eyjafjarðarsveit?

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 13 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september. Vinnastofan er haldin í matssal Hrafnagilsskóla á Hrafnagili 12. september kl. 20:00-22:00 Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://www.ssne.is/.../index/vinnustofur-soknaraaetlunar... Allar nánari upplýsingar er hægt að finna hér: Sóknaráætlun | SSNE.is
03.09.2024
Fréttir

Make your mark on the development plan for the next five years!

We are now in the process of making a new development plan for Northeast Iceland for the next five years. As a part of that work, we have had 13 workshops around the region. Now we have added an online workshop in English to get a broader participation. Registration for the online workshop in necessary: https://www.ssne.is/.../index/regional-development-plan A link to the workshop will be sent out on the day of the event. For further information a summary of the current development plan can be found here: https://www.ssne.is/.../northeast-iceland-development...
03.09.2024
Fréttir

Fundarboð 638. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 638. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. september 2024 og hefst kl. 08:00.
03.09.2024
Fréttir

Upplýsingafundur fyrir foreldra og forráðamenn unglinga í Hyldýpi

Upplýsingafundur um starfsumhverfi Hyldýpis og starfsemina í vetur verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 20.00 í matsal Hrafnagilsskóla. Þar munu ábyrgðarmenn félagsmiðstöðvarinnar fara yfir það starfsumhverfi sem félagsmiðstöðvar starfa í og segja frá fyrirhugaðri starfsemi í vetur. Fyrirhugað var að framkvæmdastjóri Samfés yrði á fundinum en óvæntir atburðir urðu til þess að hún getur ekki komið að þessu sinni. Allir foreldrar og forráðamenn sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál eru hvattir til að mæta.
02.09.2024
Fréttir